Hvers vegna voru færðar fórnir?
Gjafirnar eða fórnirnar sem átti að færa samkvæmt lagasáttmálanum glöddu Jehóva og fyrirmynduðu lausnarfórn Jesú og þá blessun sem hún veitir. – Heb 8:3–5; 9:9; 10:5–10.
-
Öll fórnardýr áttu að vera heilbrigð og gallalaus. Á sama hátt fórnaði Jesús fullkomnum og flekklausum líkama sínum. – 1Pé 1:18, 19.
-
Brennifórnir voru færðar Jehóva í heilu lagi. Á sama hátt helgaði Jesús Jehóva líf sitt fullkomlega.
-
Þeir sem fórnuðu heillafórnum á réttan hátt áttu frið við Guð. Á sama hátt eiga hinir andasmurðu sem taka þátt í kvöldmáltíð Drottins frið við Guð.