LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Undirbúum gagnlegar samansafnanir
Samansafnanir fyrir boðunina eru ráðstöfun Jehóva eins og allar aðrar samkomur og hjálpa okkur að ,hvetja hvert annað til kærleika og góðra verka‘. (Heb 10:24, 25) Þær ættu að taka fimm til sjö mínútur að meðtöldum tímanum sem fer í að skipuleggja samstarf, úthluta starfssvæðum og fara með bæn. (Ef samansöfnunin er rétt á eftir annarri samkomu ætti hún að vera enn styttri.) Stjórnandinn ætti að undirbúa efni sem gagnast þeim sem eru að fara að boða trúna. Margir komast aðeins í boðunina á laugardögum. Því væri gagnlegt að fara einfaldlega yfir tillögur að umræðum. Hvað annað gæti verið gagnlegt að ræða um í samansöfnun?
-
Tillögur að umræðum úr Líf okkar og boðun – vinnubók fyrir samkomur.
-
Hvernig við getum notað nýlegan atburð eða frétt til að hefja umræður.
-
Hvernig við getum svarað algengri mótbáru.
-
Hvernig við getum svarað trúlausu fólki, þróunarsinnum, þeim sem tala erlent tungumál eða tilheyra trúfélagi sem er ekki algengt á starfssvæðinu.
-
Hvernig við getum notað jw.org vefsíðuna, appið JW Library® eða Biblíuna.
-
Hvernig við getum notað verkfærin í verkfærakistunni.
-
Hvernig við getum tekið þátt í ákveðnum greinum boðunarinnar, eins og símastarfi, bréfastarfi, boðun á almannafæri, endurheimsóknum eða biblíunámskeiðum.
-
Áminningar um öryggismál, sveigjanleika, góða mannasiði, jákvæðni eða eitthvað þess háttar.
-
Kafla eða myndskeið úr bæklingnum Leggðu þig fram við að lesa og kenna.
-
Hvernig við getum hvatt og hjálpað starfsfélaga okkar.
-
Biblíuvers sem tengist boðuninni eða uppörvandi frásögu.