LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Hvaða markmið geta systur sett sér í þjónustunni?
Systur eiga dýrmætan þátt í boðun Guðsríkis. (Sl 68:12) Þær halda mörg biblíunámskeið. Brautryðjendur eru að stórum hluta systur. Þúsundir duglegra systra eru Betelítar, trúboðar og sjálfboðaliðar við byggingastörf eða þýðingar. Þroskaðar systur styrkja fjölskyldur sínar og söfnuði. (Okv 14:1) Enda þótt systur þjóni ekki sem öldungar eða safnaðarþjónar geta þær samt sem áður stefnt að ákveðnum markmiðum innan safnaðarins. Ef þú ert systir, hvaða markmið geturðu þá sett þér í þjónustu Jehóva?
-
Þroskað með þér kristilega eiginleika. – 1Tí 3:11; 1Pé 3:3–6.
-
Hjálpað systrum í söfnuðinum sem hafa minni reynslu en þú. – Tít 2:3–5.
-
Notað meiri tíma í boðuninni og verið markvissari.
-
Lært annað tungumál.
-
Flust þangað sem þörfin er meiri.
-
Sótt um að vinna á Betel eða að aðstoða við að byggja húsnæði á vegum safnaðarins.
-
Sótt um í Skólann fyrir boðbera Guðsríkis.
HORFÐU Á MYNDBANDIÐ ,KONUR SEM LEGGJA HART AÐ SÉR FYRIR DROTTIN‘ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGU:
-
Hvað fannst þér hvetjandi af því sem þessar systur sögðu?