LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Horfum til endaloka þessa heims fullviss um björgun
Innan skamms er þolinmæði Jehóva gagnvart þessum heimi á þrotum. Falstrúarbrögðum verður eytt, bandalag þjóða ræðst á fólk Guðs og Jehóva eyðir hinum illu í Harmagedón. Þjónar Guðs bíða þessara þýðingarmiklu atburða með eftirvæntingu.
Við vitum auðvitað ekki um öll smáatriði sem tengjast þrengingunni miklu. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær hún hefst. Við vitum ekki hvaða ástæðu stjórnmálaöflin nota til að réttlæta árás á trúarbrögðin. Við vitum ekki hve lengi árás þjóðanna á fólk Guðs varir eða hvað hún felur í sér. Við vitum heldur ekki nákvæmlega hvaða aðferð Jehóva beitir til að eyða hinum illu í Harmagedón.
En í Biblíunni er að finna allar þær upplýsingar sem þarf til að takast á við framtíðina af hugrekki og trúartrausti. Við vitum til dæmis að við lifum við endalok ,síðustu daga‘. (2Tí 3:1) Við vitum að árásin á trúarbrögðin verður ,stytt‘ til að sannri trú verði ekki eytt. (Mt 24:22) Við vitum að Jehóva bjargar fólki sínu. (2Pé 2:9) Og við vitum líka að sá sem Jehóva hefur útvalið til að eyða hinum illu og bjarga múginum mikla í gegnum Harmagedón er réttlátur og máttugur. – Op 19:11, 15, 16.
Fólk mun verða „máttvana af ótta“ við atburðina sem eru framundan. En ef við lesum og hugleiðum hvernig Jehóva bjargaði fólki sínu til forna og það sem hann hefur opinberað í sambandi við framtíðina þá getum við ,rétt úr okkur og borið höfuðið hátt‘ fullviss um að björgun okkar sé skammt undan. – Lúk 21:26, 28.