Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

18.–24. nóvember

SÁLMUR 107, 108

18.–24. nóvember

Söngur 7 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. „Þakkið Jehóva því að hann er góður“

(10 mín.)

Jehóva hefur bjargað okkur frá heimi Satans á svipaðan hátt og hann bjargaði Ísraelsmönnum frá Babýlon. (Sl 107:1, 2; Kól 1:13, 14)

Við erum Jehóva þakklát og það fær okkur til að lofa hann í söfnuðinum. (Sl 107:31, 32; w07 1.6. 12 gr. 2)

Við getum glætt með okkur þakklæti með því að íhuga allt það sem Jehóva hefur gert fyrir okkur í kærleika sínum. (Sl 107:43; w15 15.1. 9 gr. 4)

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 108:9 – Hver er sennilega ástæðan fyrir því að Móab er líkt við „þvottaskál“ Guðs? (it-2-E 420 gr. 4)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(3 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. (lmd kafli 1 liður 4)

5. Eftirfylgni

(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Segðu viðmælandanum frá biblíunámskeiðinu og gefðu honum nafnspjald fyrir biblíunámskeið. (lmd kafli 9 liður 3)

6. Ræða

(5 mín.) ijwyp 90 – Stef: Hvernig get ég forðast neikvæðar hugsanir? (th þjálfunarliður 14)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 46

7. Við þökkum Jehóva í söng

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Eftir að Jehóva frelsaði skelfingu losna Ísraelsþjóðina undan öflugum her Egypta við Rauðahafið, söng fólkið af þakklæti. (2Mó 15:1–19) Karlmennirnir leiddu þennan nýja söng. (2Mó 15:21) Jesús og fylgjendur hans á fyrstu öld sungu líka lofsöngva fyrir Guð. (Mt 26:30; Kól 3:16) Við höldum áfram að tjá Jehóva þakklæti okkar í söng á safnaðarsamkomum og mótum. Til dæmis hefur söngurinn sem við vorum að syngja „Við þökkum þér, Jehóva“ verið sunginn á samkomum frá 1966.

Sums staðar gæti karlmönnum fundist vandræðalegt að syngja á almannafæri. Aðrir veigra sér kannski við að syngja vegna þess að þeir telja sig ekki syngja nógu vel. En við ættum að hafa í huga að söngur á samkomum er hluti af tilbeiðslu okkar. Söfnuður Jehóva leggur mikla vinnu í að semja fallega söngva og velja söngva sem eiga best við á hverri samkomu. Við þurfum bara að taka undir sönginn til að tjá Jehóva kærleika okkar og þakklæti.

Spilaðu MYNDBANDIÐ Söfnuðurinn í tímans rás – Söngur og tónlist, 2. hluti. Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvaða merkisatburður í sögu Votta Jehóva átti sér stað árið 1944?

  • Hvernig sýndu trúsystkini okkar í Síberíu að þeim fannst vænt um að syngja ríkissöngvana?

  • Hvers vegna finnst vottum Jehóva mikilvægt að syngja?

8. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 73 og bæn