Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

23.–29. desember

SÁLMUR 119:121–176

23.–29. desember

Söngur 31 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. Hvernig getum við komist hjá óþarfa hugarangri?

(10 mín.)

Elskaðu boðorð Guðs. (Sl 119:127; w18.06 17 gr. 5, 6)

Hataðu það sem er illt. (Sl 119:128; w93 1.9. 22 gr. 12)

Hlustaðu á Jehóva og forðastu mistök ‚hinna óreyndu‘. (Sl 119:130, 133; Okv 22:3)

SPYRÐU ÞIG: Hvernig get ég bætt mig í að elska boðorð Guðs og hata það sem er illt?

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 119:160 – Um hvað þurfum við að vera sannfærð samkvæmt þessu versi? (w23.01 2 gr. 2)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(3 mín.) HÚS ÚR HÚSI. (lmd kafli 1 liður 5)

5. Eftirfylgni

(4 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Sýndu viðmælandanum hvernig hægt er að finna efni á jw.org sem honum gæti þótt áhugavert. (lmd kafli 8 liður 3)

6. Að gera fólk að lærisveinum

(5 mín.) Samtal við biblíunemanda sem sækir ekki safnaðarsamkomur að staðaldri. (lmd kafli 12 liður 4)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 121

7. Ekki láta peninga valda óþarfa þjáningum

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Þeir sem ala með sér ást á peningum hafa „valdið sjálfum sér miklum þjáningum“. (1Tí 6:9, 10) Hér fyrir neðan eru dæmi um þjáningar sem fylgja ef við látum líf okkar snúast um peninga.

  • Við getum ekki átt náið samband við Jehóva. – Mt 6:24.

  • Við fáum aldrei nóg. – Pré 5:10.

  • Það verður erfiðara að standast freistingar svo sem lygar, þjófnað og svik. (Okv 28:20) Ef við látum undan fylgir sektarkennd, slæmt mannorð og við missum velþóknun Guðs.

Lestu Hebreabréfið 13:5. Ræðið síðan um spurninguna:

  • Hvaða viðhorf til peninga hjálpar okkur að komast hjá hugarangri og hvers vegna?

Þótt við látum ekki ást á peningum stjórna lífi okkar verðum við samt fyrir hugarangri ef við förum ekki skynsamlega með peninga.

Spilaðu TÖFLUTEIKNIMYNDINA Skynsemi í peningamálum. Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvers vegna ættum við að gera fjárhagsáætlun og hvernig er það gert?

  • Hvers vegna er gott að leggja eitthvað til hliðar?

  • Hvers vegna er skynsamlegt að forðast óþarfa skuldir?

8. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 101 og bæn