Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

30. desember 2024–5. janúar 2025

SÁLMUR 120–126

30. desember 2024–5. janúar 2025

Söngur 144 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

Ísraelsmenn sem sneru aftur til Júdeu uppskera með gleði því Jehóva blessar þá fyrir vinnusemina.

1. Þeir sáðu með tárum en uppskáru með gleði

(10 mín.)

Ísraelsmenn glöddust þegar þeir voru leystir úr ánauðinni í Babýlon til að endurreisa sanna tilbeiðslu. (Sl 126:1–3)

Þeir sem sneru aftur til Júdeu hafa kannski grátið vegna erfiðisins sem fylgdi. (Sl 126:5; w04 1.7. 15 gr. 10)

Fólkið sýndi þrautseigju og hlaut blessun. (Sl 126:6; w21.11 24 gr. 17; w01 1.9. 26, 27 gr. 13, 14; sjá mynd)

TIL ÍHUGUNAR: Hvaða áskorunum mætum við þegar enduruppbyggingin mikla fer fram eftir frelsunina úr þessum gamla heimi í Harmagedón? Hvaða blessun munum við uppskera?

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 124:2–5 – Getum við vænst þess að Jehóva veiti okkur líkamlega vernd eins og hann veitti Ísraelsþjóðinni? (cl 73 gr. 15)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(3 mín.) TRÚIN BOÐUÐ MEÐAL ALMENNINGS. (lmd kafli 3 liður 5)

5. Eftirfylgni

(4 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Viðmælandinn lét í ljós efasemdir gagnvart Biblíunni í fyrra samtali. (lmd kafli 9 liður 5)

6. Að gera fólk að lærisveinum

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 155

7. Gleðjumst yfir loforðum Guðs

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Jehóva stóð við það sem hann lofaði fólki sínu í útlegð í Babýlon. Hann frelsaði það og læknaði og fyrirgaf syndir þess. (Jes 33:24) Hann virðist hafa verndað fólkið og húsdýrin fyrir ljónum og öðrum villidýrum sem hafði fjölgað á meðan fólkið var fjarverandi. (Jes 65:25) Fólkið gat búið í eigin húsnæði og borðað ávexti eigin víngarða. (Jes 65:21) Guð blessaði vinnu þess og það naut langlífis. – Jes 65:22, 23.

Foss: Maridav/stock.adobe.com; fjöll: AndreyArmyagov/stock.adobe.com

Spilaðu MYNDBANDIÐ Gleðjumst yfir loforði Guðs um frið – útdráttur. Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvernig sjáum við nú andlega uppfyllingu þessara spádóma?

  • Hvernig rætast þeir enn frekar í nýja heiminum?

  • Hvaða spádóma hlakkar þú mest til að sjá rætast?

8. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 58 og bæn