30. desember 2024–5. janúar 2025
SÁLMUR 120–126
Söngur 144 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)
1. Þeir sáðu með tárum en uppskáru með gleði
(10 mín.)
Ísraelsmenn glöddust þegar þeir voru leystir úr ánauðinni í Babýlon til að endurreisa sanna tilbeiðslu. (Sl 126:1–3)
Þeir sem sneru aftur til Júdeu hafa kannski grátið vegna erfiðisins sem fylgdi. (Sl 126:5; w04 1.7. 15 gr. 10)
Fólkið sýndi þrautseigju og hlaut blessun. (Sl 126:6; w21.11 24 gr. 17; w01 1.9. 26, 27 gr. 13, 14; sjá mynd)
TIL ÍHUGUNAR: Hvaða áskorunum mætum við þegar enduruppbyggingin mikla fer fram eftir frelsunina úr þessum gamla heimi í Harmagedón? Hvaða blessun munum við uppskera?
2. Andlegir gimsteinar
(10 mín.)
-
Sl 124:2–5 – Getum við vænst þess að Jehóva veiti okkur líkamlega vernd eins og hann veitti Ísraelsþjóðinni? (cl 73 gr. 15)
-
Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?
3. Biblíulestur
(4 mín.) Sl 124:1–126:6 (th þjálfunarliður 5)
4. Að hefja samræður
(3 mín.) TRÚIN BOÐUÐ MEÐAL ALMENNINGS. (lmd kafli 3 liður 5)
5. Eftirfylgni
(4 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Viðmælandinn lét í ljós efasemdir gagnvart Biblíunni í fyrra samtali. (lmd kafli 9 liður 5)
6. Að gera fólk að lærisveinum
Söngur 155
7. Gleðjumst yfir loforðum Guðs
(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.
Jehóva stóð við það sem hann lofaði fólki sínu í útlegð í Babýlon. Hann frelsaði það og læknaði og fyrirgaf syndir þess. (Jes 33:24) Hann virðist hafa verndað fólkið og húsdýrin fyrir ljónum og öðrum villidýrum sem hafði fjölgað á meðan fólkið var fjarverandi. (Jes 65:25) Fólkið gat búið í eigin húsnæði og borðað ávexti eigin víngarða. (Jes 65:21) Guð blessaði vinnu þess og það naut langlífis. – Jes 65:22, 23.
Spilaðu MYNDBANDIÐ Gleðjumst yfir loforði Guðs um frið – útdráttur. Spyrðu síðan áheyrendur:
-
Hvernig sjáum við nú andlega uppfyllingu þessara spádóma?
-
Hvernig rætast þeir enn frekar í nýja heiminum?
-
Hvaða spádóma hlakkar þú mest til að sjá rætast?
8. Safnaðarbiblíunám
(30 mín.) bt kafli 20 gr. 8–12, rammi á bls. 161