4.–10. nóvember
SÁLMUR 105
Söngur 3 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)
1. „Hann minnist sáttmála síns að eilífu“
(10 mín.)
Jehóva gaf Abraham loforð og endurtók það við Ísak og Jakob. (1Mó 15:18; 26:3; 28:13; Sl 105:8–11)
Það gæti hafa virst ósennilegt að þetta loforð myndi rætast. (Sl 105:12, 13; w23.04 28 gr. 11, 12)
Jehóva gleymdi aldrei sáttmálanum sem hann gerði við Abraham. (Sl 105:42–44; it-2-E 1201 gr. 2)
SPYRÐU ÞIG: Hvaða áhrif hefur það á mig að vita að ég geti alltaf treyst á Jehóva?
2. Andlegir gimsteinar
(10 mín.)
-
Sl 105:17–19 – Hvernig fágaði ‚orð Jehóva‘ Jósef? (w87 1.3. 11 gr. 15)
-
Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?
3. Biblíulestur
(4 mín.) Sl 105:24–45 (th þjálfunarliður 5)
4. Að hefja samræður
(1 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Húsráðandinn er upptekinn. (lmd kafli 2 liður 5)
5. Að hefja samræður
(2 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Endaðu samtalið á vinsamlegum nótum þegar viðmælandinn fer að þræta. (lmd kafli 4 liður 5)
6. Eftirfylgni
(4 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Bjóddu blað sem fjallar um efni sem viðmælandinn sýndi áhuga í fyrri heimsókn. (lmd kafli 8 liður 3)
7. Eftirfylgni
(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Segðu viðmælandanum frá JW Library® appinu og hjálpaðu honum að sækja appið. (lmd kafli 9 liður 5)
Söngur 84
8. Gjafir sem tjá kærleika þinn
(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.
Við sýnum konunginum, Jesú Kristi syni Jehóva, kærleika með því að nota tíma okkar, krafta og fjármuni til að styðja starfsemi Guðsríkis. Jehóva þykir vænt um okkur þegar við gefum gjafir sem tjá kærleika og gagnast trúsystkinum okkar. (Jóh 14:23) Greinaröðin á jw.org „Hvernig eru framlögin notuð?“ sýnir hvað slík framlög eru gagnleg fyrir bræðrasamfélagið um allan heim.
Spilaðu MYNDBANDIÐ Framlög þín gera mikið gagn. Spyrðu síðan áheyrendur
-
Hvernig hafa framlög sem hafa verið notuð til að verja trúfrelsi gagnast trúsystkinum okkar?
-
Hvernig hefur reynst gagnlegt að „jafna byrðina“ þegar ríkissalir eru byggðir? – 2Kor 8:14.
-
Hvaða gagn hefur hlotist af því að nota framlögin til að þýða Biblíuna á mörg tungumál?
9. Safnaðarbiblíunám
(30 mín.) bt kafli 17 gr. 13–19