Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Tillögur að kynningum

Tillögur að kynningum

VAKNIÐ!

Spurning: Sumir eru sannfærðir um að Jesús hafi verið til en aðrir eru í vafa. Og enn aðrir segja að það sé engin leið að vita það. Hver er þín skoðun?

Tilboð: Í þessu tölublaði Vaknið! er fjallað um það sem sönnunargögnin leiða í ljós.

KENNUM SANNLEIKANN

Spurning: Hvað gerist við dauðann?

Biblíuvers: Jóh 11:11-14

Sannleikur: Maðurinn hættir að vera til þegar hann deyr. Við þurfum þess vegna ekki að óttast það sem tekur við. Jesús líkti dauðanum við svefn. Á sama hátt og hann vakti Lasarus upp frá dauðum getur Jesús vakið látna ástvini okkar til lífs svo þeir geti notið þess að lifa á jörðinni. – Job 14:14

BOÐSMIÐI FYRIR SAMKOMUR (inv)

Tilboð: Mig langar að bjóða þér á biblíuræðu. Hún verður flutt í samkomuhúsi okkar sem nefnist Ríkissalur og aðgangur er ókeypis. [Réttu húsráðanda boðsmiða, bentu á hvar og hvenær samkoman er haldin og nefndu stef ræðunnar.]

Spurning: Hefurðu komið á samkomu hjá okkur? [Ef við á skaltu sýna myndskeiðið Hvernig fara samkomur okkar fram?]

BÚÐU TIL ÞÍNA EIGIN KYNNINGU

Búðu til þína eigin kynningu fyrir boðunina og líktu eftir uppsetningunni að ofan.