„Treystu Jehóva af öllu hjarta“
Jehóva verðskuldar skilyrðislaust traust okkar. Merking nafns hans fullvissar okkur um að hann stendur við öll loforð sín. Bænin gegnir þýðingarmiklu hlutverki í að byggja upp traust til hans. Í þriðja kafla Orðskviðanna fullvissar Jehóva okkur um að hann ,geri leiðir okkar greiðar‘ ef við setjum traust okkar á hann.
Sá sem þykist vitur ...
-
tekur ákvarðanir án þess að biðja Jehóva fyrst um leiðsögn.
-
treystir eigin visku eða visku heimsins.
Sá sem treystir Jehóva ...
-
ræktar náið samband við hann með því að rannsaka Biblíuna, hugleiða orð hans og biðja til hans.
-
leitar eftir leiðsögn hans með því að skoða meginreglur Biblíunnar áður en hann tekur ákvarðanir.
FYRST: Ég vel það sem ég held að sé skynsamlegast. |
FYRST: Ég leita leiðsagnar Jehóva með bæn og biblíunámi. |
SÍÐAN: Ég bið Jehóva um að blessa ákvörðun mína. |
SÍÐAN: Ég vel leið í samræmi við meginreglur Biblíunnar. |