Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Unglingar – er Jehóva besti vinur ykkar?

Unglingar – er Jehóva besti vinur ykkar?

Hvaða eiginleika finnst þér að góður vinur ætti að hafa? Þú kannt eflaust að meta tryggð, góðvild og örlæti. Jehóva býr yfir þessum eiginleikum. (2Mó 34:6; Pos 14:17) Hann hlustar á bænir þínar. Hann hjálpar þér hvenær sem þú þarft á því að halda. (Sl 18:20, 36) Hann fyrirgefur þér þegar þú gerir mistök. (1Jó 1:9) Jehóva er frábær vinur.

Hvernig getur þú orðið vinur Jehóva? Lestu í Biblíunni til að kynnast honum. Segðu honum frá innstu tilfinningum þínum. (Sl 62:9; 142:3) Sýndu að þú kannt að meta það sem honum finnst mikilvægt, eins og son hans, ríki hans og loforð hans varðandi framtíðina. Segðu öðrum frá honum. (5Mó 32:3) Ef þú byggir upp náið samband við Jehóva verður hann vinur þinn að eilífu. – Sl 73:25, 26, 28.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ UNGLINGAR – FINNIÐ OG SJÁIÐ AÐ JEHÓVA ER GÓÐUR OG SVARAÐU EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvernig geturðu undirbúið þig undir vígslu og skírn?

  • Hvernig geta aðrir í söfnuðinum hjálpað þér að þjóna Jehóva?

  • Hvernig styrkir boðunin samband þitt við Jehóva?

  • Vinátta við Jehóva getur varað að eilífu.

    Hvaða verkefni standa þér til boða í þjónustunni?

  • Hvað þykir þér vænt um í fari Jehóva?