Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Boðunarátak í nóvember til að segja frá ríki Guðs

Boðunarátak í nóvember til að segja frá ríki Guðs

Jesús boðaði „fagnaðarboðskapinn um ríki Guðs“. (Lúk 4:43) Auk þess kenndi hann fólki að biðja um að ríki Guðs kæmi. (Mt 6:9, 10) Í nóvember gerum við sérstakt átak í að segja fólki frá ríki Guðs. (Mt 24:14) Gerðu ráðstafanir til að geta átt sem mestan þátt í þessu átaki. Aðstoðarbrautryðjendur geta valið hvort þeir verji 30 eða 50 tímum í boðuninni í þessum mánuði.

Sýndu eins mörgum og mögulegt er á starfssvæði þínu biblíuvers um ríki Guðs. Veldu biblíuvers með tilliti til trúar áheyrenda þinna. Ef fólk lætur í ljós áhuga í fyrstu heimsókn skaltu gefa því eintak af almennu útgáfu Varðturnsins nr. 2 2020. Fylgdu áhuganum síðan eftir eins fljótt og hægt er og notaðu rit úr verkfærakistunni til að reyna að hefja biblíunámskeið. Það er stutt í að ríki Guðs eyði öllum ríkisstjórnum sem standa gegn því. (Dan 2:44; 1Kor 15:24, 25) Nýtum okkur þess vegna þetta einstaka tækifæri til að sýna Jehóva og ríki hans hollustu.

Ríki Guðs mun gera jörðina að paradís.