Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Gildrur til að forðast þegar við höldum biblíunámskeið

Gildrur til að forðast þegar við höldum biblíunámskeið

Að tala of mikið: Ekki halda að þú þurfir að útskýra allt. Jesús notaði spurningar til að örva hugsun fólks og hjálpa því að komast að réttri niðurstöðu. (Matt 17:24-27) Spurningar gera námsstundina líflega og hjálpa þér að komast að því hvað biblíunemandinn skilur og hverju hann trúir. (be 253 gr. 3-4) Þegar þú spyrð spurninga skaltu vera þolinmóður og bíða eftir svari. Ef nemandinn svarar ekki rétt skaltu hjálpa honum að komast að réttri niðurstöðu með aukaspurningu, frekar en að segja honum svarið. (be 238 gr. 1-2) Talaðu hæfilega hratt til að gefa nemandanum tækifæri að meðtaka nýjar hugmyndir. – be 230 gr. 4.

Að gera efnið flókið: Forðastu þá freistingu að segja frá öllu sem þú veist um efnið. (Jóh 16:12) Beindu athyglinni að aðalatriðum greinarinnar. (be 226 gr. 4-5) Jafnvel áhugaverð smáatriði geta flækt aðalhugmyndirnar. (be 235 gr. 3) Þegar nemandinn skilur aðalhugmyndirnar skaltu halda áfram með næstu grein.

Að komast yfir efnið: Markmið okkar er að ná til hjarta nemandans en ekki bara að komast yfir efni. (Lúk 24:32) Beittu kraftinum í orði Guðs með því að nota lykilbiblíuvers í kaflanum. (2Kor 10:4; Heb 4:12; be 144 gr. 1-3) Notaðu einfaldar útskýringar. (be 245 gr. 2-4) Hugleiddu hvað nemandi þinn þarf að glíma við í lífinu og hverju hann trúir til að geta sniðið kennsluna að þörfum hans. Spyrðu spurninga eins og: „Hvað finnst þér um það sem þú ert að læra?“ „Hvað kennir þetta okkur um Jehóva?“ „Hvaða gagn heldurðu að þú hafir af þessum leiðbeiningum?“ – be 238 gr. 3-5; 259 gr. 2.