Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Þegar barn kemur til dyra

Þegar barn kemur til dyra

Þegar barn kemur til dyra ættum við að biðja um að fá að tala við foreldrana. Þannig sýnum við virðingu fyrir foreldrahlutverki þeirra. (Okv 6:20) Ef barnið bíður okkur inn ættum við að afþakka boðið. Ef foreldrarnir eru ekki við ættum við að koma aftur seinna.

Þegar um táning er að ræða þurfum við að vega og meta aðstæður. Við getum kannski spurt hvort hann megi velja sér lesefni sjálfur. Ef svo er gætum við boðið honum rit og kannski bent honum á jw.org.

Þegar við förum aftur til tánings sem hefur sýnt áhuga ættum við að spyrja eftir foreldrunum. Það gefur okkur tækifæri til að útskýra fyrir þeim hvers vegna við heimsækjum fólk og sýna þeim traust og góð ráð fyrir fjölskyldur sem er að finna í Biblíunni. (Slm 119:86, 138) Þegar við sýnum foreldrunum virðingu og tillitsemi getur það skapað fleiri tækifæri til að segja fjölskyldunni frá fagnaðarboðskapnum. – 1Pét 2:12.