Fylgdu Jesú af réttum hvötum
Þegar Jesús sagði dæmisögu sem lærisveinarnir áttu erfitt með að skilja, hneyksluðust sumir og vildu ekki fylgja honum framar. Þetta var aðeins einum degi eftir að Jesús hafði fyrir kraftaverk mettað þá og þannig staðfest að hann hafði mátt frá Guði. Hvers vegna hneyksluðust þeir þá? Þeir fylgdu honum augljóslega af eigingjörnum hvötum. Þeir umgengust Jesú til að hafa af því efnislegan ávinning.
Við ættum að spyrja okkur: Hvers vegna fylgi ég Jesú? Er það fyrst og fremst vegna þess að ég fæ blessun núna og í framtíðinni? Eða er það vegna þess að ég elska Jehóva og vill þóknast honum?
Hvers vegna gætum við hneykslast ef við þjónum Jehóva fyrst og fremst af eftirtöldum ástæðum?
-
Við njótum þess að vera í félagsskap fólks Guðs.
-
Við viljum lifa í paradís.