Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA | AUKUM GLEÐINA AF BOÐUNUNNI

Þiggjum aðstoð starfsfélaga okkar

Þiggjum aðstoð starfsfélaga okkar

Okkur til hjálpar hefur Jehóva séð okkur fyrir ,öllu bræðrasamfélaginu‘. (1Pé 5:9) Trúsystkini okkar geta hjálpað okkur að takast á við áskoranir í boðununni með góðum árangri. Páll postuli naut aðstoðar Akvílasar og Priskillu, Sílasar, Tímóteusar og annarra. – Pos 18:1–5.

Hvernig geta starfsfélagar þínir aðstoðað þig í boðuninni? Þeir gætu komið með góðar tillögur um hvernig megi svara mótbárum, leggja grunn að endurheimsóknum eða bjóða og halda biblíunámskeið. Íhugaðu hvort einhver í þínum söfnuði gæti aðstoðað þig, biddu síðan viðkomandi um aðstoð. Það mun án efa gagnast ykkur báðum og veita ykkur gleði. – Fil 1:25.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ UPPLIFÐU GLEÐINA SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ GERA FÓLK AÐ LÆRISVEINUM – LEYFÐU JEHÓVA AÐ HJÁLPA ÞÉR – TRÚSYSTKINI OKKAR OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvernig reyndi Nína að hvetja Jónínu til að sækja safnaðarsamkomur?

  • Hvers vegna ættum við að bjóða öðrum boðberum með þegar við höldum biblíunámskeið?

  • Það þarf heilan söfnuð til að gera nemanda að lærisveini.

    Hvaða sameiginlega áhugamál höfðu þær Jónína og Abigail?

  • Hvað gætu starfsfélagar þínir kennt þér sem nýtist í boðuninni?