LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Haltu áfram að þjálfa dómgreindina
Íþróttamaður verður að æfa til að halda sér í formi. Á sama hátt þurfum við sífellda þjálfun til að viðhalda góðri dómgreind. (Heb 5:14) Við gætum freistast til að gera bara eins og aðrir en við verðum að læra að sýna dómgreind og taka eigin ákvarðanir. Hvers vegna? Vegna þess að við þurfum öll að standa Guði reikningsskap ákvarðana okkar. – Róm 14:12.
Við ættum ekki að halda að við tökum góðar ákvarðanir aðeins vegna þess að við höfum verið skírð í mörg ár. Til að taka góðar ákvarðanir verðum við að treysta algerlega á Jehóva, söfnuð hans og Biblíuna. – Jós 1:7, 8; Okv 3:5, 6; Mt 24:45.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ „HAFIÐ GÓÐA SAMVISKU“ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
-
Hvaða ákvörðun þurfti Emma að taka?
-
Hvers vegna ættum við að forðast að halda okkar skoðunum á lofti í samviskumálum?
-
Hvaða skynsamlegu ráð gáfu hjónin Emmu?
-
Hvar fann Emma gagnlegar upplýsingar sem áttu við hennar aðstæður?