LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Hafðu Jehóva stöðugt í huga
Þegar erfitt er að fá atvinnu getur verið barátta að láta ríki Guðs og réttlæti ganga fyrir öðru í lífinu. Við gætum freistast til að ráða okkur í vinnu sem gerir okkur erfitt um vik að þjóna Jehóva eða brýtur í bága við meginreglur Biblíunnar. En við getum verið fullviss um að Jehóva kemur „þeim til hjálpar sem eru heils hugar við hann“. (2Kr 16:9) Ekkert getur komið í veg fyrir að kærleiksríkur faðir okkar hjálpi okkur og gefi okkur það sem við þörfnumst. (Róm 8:32) Þegar við tökum ákvarðanir um atvinnu ættum við þess vegna að treysta á Jehóva og einbeita okkur að því að þjóna honum. – Sl 16:8.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ VINNIÐ AF ALLRI SÁL EINS OG FYRIR JEHÓVA OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
-
Hvers vegna neitaði Jason að þiggja mútur?
-
Hvernig eiga orðin í Kólossubréfinu 3:23 við okkur?
-
Hvaða áhrif hafði gott fordæmi Jasons á Thomas?
-
Hvernig eiga orðin í Matteusi 6:22 við okkur?