LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA | AUKUM GLEÐINA AF BOÐUNINNI
Notaðu leitarverkfærin
Jehóva gefur okkur verkfæri eins og myndskeið, smárit, tímarit, bæklinga, bækur og Biblíuna, aðalverkfærið okkar, til að við getum verið góðir kennarar. (2Tí 3:16) Hann sér okkur líka fyrir leitarverkfærum eins og Watchtower Library, appinu JW Library®, VEFBÓKASAFNI Varðturnsins og Efnislyklinum að ritum Votta Jehóva. Þessi leitarverkfæri koma að góðum notum við að útskýra biblíuvers.
Það mun veita þér gleði að nota þessi verkfæri til að grafa eftir andlegum fjársjóðum í þeim hafsjó af upplýsingum sem þú hefur aðgang að. Mundu að kenna nemendum þínum að nota þessi verkfæri. Þá geta þeir líka notið þess að finna svör við eigin biblíuspurningum.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ UPPLIFÐU GLEÐINA SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ GERA FÓLK AÐ LÆRISVEINUM – LEYFÐU JEHÓVA AÐ HJÁLPA ÞÉR – NOTAÐU LEITARVERKFÆRIN OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
-
Hvaða mótbáru kom Jónína með í sambandi við sköpun?
-
Hvar fann Nína upplýsingar um efnið?
-
Hvernig valdi hún upplýsingar sem höfðuðu best til Jónínu?
-
Hvaða áhrif hafði það á Nínu að nota leitarverkfærin okkar?