Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Segðu frá gleðifréttunum að betri heimur sé í nánd

Segðu frá gleðifréttunum að betri heimur sé í nánd

Í nóvember gerum við sérstakt átak í að boða þær gleðifréttir að betri heimur sé í nánd. (Sl 37:10, 11; Op 21:3–5) Hagræddu dagskrá þinni þannig að þú getir tekið þátt í þessu átaki af fullum krafti. Ef þú ákveður að vera aðstoðarbrautryðjandi í þessum mánuði geturðu valið milli þess að nota 30 eða 50 tíma í boðuninni.

Undirbúðu þig svo að þú getir lesið biblíuvers um nýja heiminn fyrir eins marga og þú getur. Þegar þú velur biblíuvers skaltu íhuga hvað höfðar mest til fólks á þínu svæði. Ef fólk lætur í ljós áhuga í fyrstu heimsókn skaltu gefa því eintak af almenna Varðturninum nr. 2 2021. Fylgdu síðan áhuganum eftir eins fljótt og mögulegt er og notaðu bæklinginn Von um bjarta framtíð til að reyna að hefja biblíunámskeið. Það er frábært að vera upptekinn við að boða „gleðitíðindin“. – Jes 52:7.

HORFÐU Á TÓNLISTARMYNDBANDIÐ Í PARADÍS Á JÖRÐ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvaða yndislegu framtíð sér litla stúlkan fyrir sér?

  • Hvað hlakkar þú sérstaklega til að upplifa í nýja heiminum?

  • Hvernig hjálpar það þér að undirbúa þig fyrir boðunarátakið í nóvember að hugleiða von þína? – Lúk 6:45.