Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hjónaband – ævilangt samband

Hjónaband – ævilangt samband

Gott kristið hjónaband er Jehóva til sóma og veitir eiginmanninum og eiginkonunni gleði. (Mr 10:9) Til að hjónaband sé varanlegt og hamingjuríkt er nauðsynlegt að halda sér við meginreglur Biblíunnar þegar maki er valinn.

Stofnaðu ekki til sambands með hjónaband í huga fyrr en eftir að „æskublóminn er liðinn hjá“, sá tími þegar kynhvötin er hvað sterkust og getur ruglað dómgreindina. (1Kor 7:36) Notaðu vel árin sem þú ert ekki í hjónabandi til að styrkja samband þitt við Guð og þroska með þér góða eiginleika. Þá verður þú í mun betri aðstöðu til að stuðla að farsælu hjónabandi.

Áður en þú samþykkir að giftast einhverjum skaltu gefa þér nægan tíma til að kynnast ,hinum hulda manni hjartans‘. (1Pé 3:4) Ef alvarlegar efasemdir vakna skaltu ræða þær við tilvonandi maka þinn. Hjónabandið ætti, eins og önnur mannleg samskipti, að snúast meira um að gefa en að þiggja. (Fil 2:3, 4) Ef þú ferð eftir meginreglum Biblíunnar áður en þú gengur í hjónaband leggurðu góðan grunn að hamingjuríku hjónabandi.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ AÐ BÚA SIG UNDIR HJÓNABAND – 3. HLUTI: ,REIKNAÐU KOSTNAÐINN OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNNGUM:

  • Hvernig þróaðist samband systurinnar við Shane?

  • Hverju tók hún eftir þegar hún kynntist honum betur?

  • Hvaða aðstoð fékk hún frá foreldrum sínum og hvaða skynsamlegu ákvörðun tók hún?