Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Jehóva bjargar þeim sem eru niðurbrotnir

Jehóva bjargar þeim sem eru niðurbrotnir

Allir finna stundum fyrir depurð. Depurð er ekki merki um veika trú. Jehóva sagði meira að segja að sér sárnaði stundum. (1Mó 6:5, 6) En hvað ef við erum oft eða jafnvel stöðugt mjög döpur?

Leitaðu til Jehóva til að fá hjálp. Jehóva fylgist með geðheilsu okkar og andlegu jafnvægi. Hann veit hvenær við erum glöð og hvenær við erum döpur. Hann skilur hvað við erum að hugsa og hvernig okkur líður. (Sl 7:9b) Það sem mestu máli skiptir er að Jehóva er annt um okkur og getur hjálpað okkur að takast á við depurð og jafnvel þunglyndi. – Sl 34:18.

Hugsaðu vel um geðheilsuna. Neikvæðar tilfinningar geta haft áhrif á hamingju okkar og tilbeiðslu. Þess vegna er mikilvægt að vernda hjartað, það er að segja okkar innri mann. – Okv 4:23.

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ TRÚSYSTKINI OKKAR NJÓTA FRIÐAR ÞRÁTT FYRIR ÞUNGLYNDI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvað gerði Nikki til að takast á við þunglyndi?

  • Hvers vegna fannst Nikki að hún ætti að leita til læknis? – Mt 9:12.

  • Hvernig sýndi Nikki að hún treysti á hjálp Jehóva?