Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hirðar sem vinna að velferð safnaðar Guðs

Hirðar sem vinna að velferð safnaðar Guðs

Margir vantreysta fólki í áhrifastöðum. Það er skiljanlegt. Menn hafa í áranna rás misnotað vald sitt í eiginhagsmunaskyni. (Mík 7:3) Við erum þakklát fyrir það að öldungar safnaðarins fá þjálfun í að nota stöðu sína til að bera hag fólks Jehóva fyrir brjósti. – Est 10:3; Mt 20:25, 26.

Ólíkt valdamönnum þessa heims sækjast öldungar eftir að verða umsjónarmenn vegna þess að þeim þykir vænt um Jehóva og fólk hans. (Jóh 21:16; 1Pé 5:1–3) Þessir hirðar fylgja leiðsögn Jesú og hjálpa hverjum einasta boðbera að líða vel í fjölskyldu Jehóva og varðveita náið samband við hann. Þeir bregðast fljótt við og bjóða sauðum Jehóva uppörvun og aðstoð þegar slys, alvarleg veikindi eða náttúruhamfarir eiga sér stað. Ef þú þarft á aðstoð að halda hvernig væri þá að taka frumkvæðið og hafa samband við öldung í söfnuðinum? – Jak 5:14.

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ ÖLDUNGARNIR ANNAST HJÖRÐINA OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvernig naut Mariana góðs af þeirri aðstoð sem öldungar veita?

  • Hvernig naut Elias góðs af aðstoð öldunganna?

  • Hvaða áhrif hafa þessar frásögur á viðhorf þitt til starfs öldunga?