Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

7.–13. október

SÁLMUR 92–95

7.–13. október

Söngur 84 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. Besta lífsstefnan er að þjóna Jehóva

(10 mín.)

Jehóva verðskuldar tilbeiðslu okkar. (Sl 92:1, 4; w18.04 26 gr. 5)

Hann veitir fólki sínu óviðjafnanlegan skilning. (Sl 92:5; w18.11 20 gr. 8)

Hann metur mikils þá sem þjóna honum jafnvel á gamals aldri. (Sl 92:12–15; w20.01 19 gr. 18)

SPYRÐU ÞIG: Hvað hindrar mig í að vígjast Jehóva og láta skírast?

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 92:5 – Hvers vegna lýsa þessi orð visku Jehóva vel? (cl 176 gr. 18)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Skapaðu tækifæri til að segja viðmælanda þínum hvernig þú fræðir fólk um Biblíuna. (lmd kafli 5 liður 3)

5. Eftirfylgni

(3 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Bjóddu áhugasömum viðmælanda biblíunámskeið sem hefur áður afþakkað það. (lmd kafli 8 liður 4)

6. Að gera fólk að lærisveinum

(5 mín.) Samtal við biblíunemanda sem tekur ekki framförum. (lmd kafli 12 liður 5)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 5

7. Þegar ungt fólk er að bugast af kvíða

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Þeir sem þjóna Jehóva eru ekki ónæmir fyrir kvíða. Davíð glímdi til dæmis við kvíða á ýmsum tímabilum ævinnar og sama má segja um mörg trúsystkini okkar nú á dögum. (Sl 13:2; 139:23) Því miður getur ungu fólki liðið þannig. Stundum getur kvíði orðið til þess að vanaverk eins og að fara í skóla eða á samkomur virðast mjög erfið. Slíkt getur jafnvel valdið kvíðaköstum eða sjálfsvígshugsunum.

Þið unga fólk, ef ykkur finnst einhvern tímann að þið séuð að bugast af kvíða leitið þá til einhvers fullorðins svo sem foreldra ykkar eða þroskaðra trúsystkina. Verið viss um að leita líka til Jehóva og biðja hann um að veita ykkur stuðning. (Fil 4:6) Hann hjálpar ykkur. (Sl 94:17–19; Jes 41:10) Skoðum sögu Steings.

Spilaðu MYNDBANDIÐ Jehóva annaðist mig. Spyrðu síðan áheyrendur:

• Hvaða Biblíuvers hjálpaði Steing og hvers vegna?

• Hvernig annaðist Jehóva Steing?

Foreldrar, þið getið hjálpað börnunum ykkar að takast á við kvíða með því að hlusta þolinmóð á þau og sýna þeim að þið elskið þau og með því að hjálpa þeim að byggja upp traust á kærleika Jehóva. (Tít 2:4; Jak 1:19) Treystið að Jehóva veiti ykkur hvatningu og þann styrk sem þið þurfið til að styðja börnin ykkar.

Við vitum kannski ekki hvenær einhver í söfnuðinum er að glíma við alvarlegan kvíða og skiljum ekki hvernig honum líður. En við getum samt hjálpað með því að láta alla í söfnuðinum finna að þeir séu elskaðir og mikils metnir. – Okv 12:25; Heb 10:24.

8. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 81 og bæn