Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

16.–22. september

SÁLMUR 85–87

16.–22. september

Söngur 41 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. Bænin hjálpar okkur að vera staðföst

(10 mín.)

Biddu Jehóva að veita þér gleði. (Sl 86:4)

Biddu Jehóva að hjálpa þér að sýna áfram trúfesti. (Sl 86:11, 12; w12 15.5. 25 gr. 10)

Treystu því að Jehóva bænheyri þig. (Sl 86:6, 7; w23.05 13 gr. 17, 18)


SPYRÐU ÞIG: Bið ég oftar og lengur þegar ég er að glíma við vandamál? – Sl. 86:3.

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 86:11 – Hvað gefur bæn Davíðs í skyn varðandi hjarta okkar? (it-1-E 1058 gr. 5)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(3 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Bjóddu biblíunámskeið. (lmd kafli 3 liður 5)

5. Eftirfylgni

(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Bjóddu viðmælanda biblíunámskeið sem hefur áður lýst áhyggjum sínum af nýlegum fréttum. (lmd kafli 7 liður 4)

6. Að gera fólk að lærisveinum

(5 mín.) lff kafli 15 liður 5. Ræddu við biblíunemanda þinn um ráðstafanir til að biblíunámskeiðið verði haldið á meðan þú ert í burtu í næstu viku. (lmd kafli 10 liður 4)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 83

7. Gefumst ekki upp

(5 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Spilaðu MYNDBANDIÐ. Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvers vegna gæti okkur stundum fundist freistandi að gefast upp í boðuninni?

  • Hvers vegna ættum við ekki að gefast upp?

8. Höldum áfram að bjóða biblíunámskeið

(10 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Ertu farinn að halda nýtt Biblíunámskeið í boðunarátaki mánaðarins með því að nota bæklinginn Von um bjarta framtíð? Ef svo er hlýtur þér að finnast það spennandi. Árangur þinn er eflaust líka hvetjandi fyrir aðra. Hins vegar ef þú heldur enn ekki biblíunámskeið gætirðu farið að efast um að boðun þín skili árangri. Hvað gætirðu gert ef þetta veldur þér áhyggjum?

Spilaðu MYNDBANDIÐ Við sýnum með þolinmæði okkar að við erum þjónar Guðs … þegar við boðum trúna. Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvaða lærdóm getum við dregið af 2. Korintubréfi 6:4, 6 þegar boðun okkar virðist vera eins og ‚svarthol‘?

  • Til hvaða ráða gætirðu gripið ef þér finnst tilraunir þínar til að hefja biblíunámskeið ekki hafa skilað árangri?

Mundu að gleði okkar byggist ekki á fjölda biblíunámskeiða sem við höldum. Hins vegar veitir það okkur gleði að vita að Jehóva er ánægður með viðleitni okkar. (Lúk 10:17–20) Haltu áfram að taka heilshugar þátt í þessu sérstaka boðunarátaki fullviss um að ‚erfiði þitt fyrir Drottin er ekki til einskis‘. – 1Kor 15:58.

9. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 39 og bæn