Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

2.–8. september

SÁLMUR 79–81

2.–8. september

Söngur 29 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. Elskum dýrlegt nafn Jehóva

(10 mín.)

Snúum baki við siðvenjum sem kasta rýrð á nafn Jehóva. (Sl 79:9; w17.02 9 gr. 5)

Áköllum nafn Jehóva. (Sl 80:18; ijwbv-E 3 gr. 4, 5)

Jehóva launar þeim ríkulega sem sýna með hlýðni sinni að þeir elska nafn hans. (Sl 81:13, 16)

Til að hegðun okkar varpi góðu ljósi á nafn Jehóva þurfum við að láta aðra vita að við séum vottar hans.

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 80:1 – Hvers vegna var nafn Jósefs stundum látið standa fyrir allar ættkvíslir Ísraels? (it-2-E 111)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(1 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Bjóddu biblíunámskeið. (lmd kafli 4 liður 4)

5. Að hefja samræður

(3 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Bjóddu biblíunámskeið. (lmd kafli 4 liður 3)

6. Að hefja samræður

(2 mín.) TRÚIN BOÐUÐ MEÐAL ALMENNINGS. Bjóddu biblíunámskeið. (lmd kafli 3 liður 3)

7. Eftirfylgni

(5 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Bjóddu áhugasömum viðmælanda biblíunámskeið sem hefur áður afþakkað það. (lmd kafli 8 liður 3)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 10

8. ‚Þau helga nafn mitt‘

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Satan byrjaði að rægja nafn Jehóva í Edengarðinum. Þaðan í frá hafa englar og menn þurft að taka afstöðu til þess hvort þeir ætli að helga nafn Jehóva.

Veltu fyrir þér nokkrum illgjörnum lygum um Jehóva sem Satan hefur staðið fyrir. Hann sakar Jehóva um að vera grimmur og kærleikslaus stjórnandi. (1Mó 3:1–6; Job 4:18, 19) Satan heldur því fram að tilbiðjendur Jehóva elski hann ekki í raun og veru. (Job 2:4, 5) Hann hefur meira að segja sannfært milljónir manna um að Jehóva sé ekki skapari fagra efnisheimsins í kringum okkur. – Róm 1:20, 21.

Hvaða áhrif hafa þessar lygar á þig? Þig langar ábyggilega til að verja Jehóva. Jehóva vissi að fólk hans myndi vilja taka þátt í að helga nafn hans. (Samanber Jesaja 29:23.) Hvernig getur þú hjálpað?

  • Hjálpaðu öðrum að kynnast og elska Jehóva. (Jóh 17:25, 26) Vertu tilbúinn að færa sönnur fyrir því að hann sé til og fræða aðra um stórkostlega eiginleika hans. – Jes 63:7.

  • Elskaðu Jehóva af öllu hjarta. (Mt 22:37, 38) Hlýddu boðum Jehóva. Ekki einungis vegna þess að það er þér fyrir bestu heldur vegna þess að þig langar til að gleðja Jehóva. – Okv 27:11.

Spilaðu MYNDBANDIÐ Kærleikurinn bregst aldrei þrátt fyrir … óguðlegt skólaumhverfi. Spyrðu síðan áheyrendur:

  • Hvernig vörðu Ariel og Diego nafn Jehóva?

  • Hvers vegna vildu þau verja nafn Jehóva?

  • Hvernig getur þú líkt eftir fordæmi þeirra?

9. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 90 og bæn