Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

100 ára og aldrei verið öflugri

100 ára og aldrei verið öflugri

100 ára og aldrei verið öflugri

100 ár

BIBLÍU- OG SMÁRITAFÉLAGIÐ VARÐTURNINN er enn bannað eða háð ýmsum takmörkum í sumum löndum þar sem trúarlegu frelsi er ekki til að dreifa. Þýðir það að fagnaðarerindið um ríki Guðs sé ekki prédikað í þeim löndum? Hvað gerðu hinir kristnu postular þegar klerkar Gyðinga lögðu bann við starfi þeirra? Þeir sögðu: „Framar ber að hlýða Guði en mönnum. Vér erum vottar alls þessa, og heilagur andi, sem Guð hefur gefið þeim, er honum hlýða.“ — Postulasagan 5:29, 32.

Þetta er mergurinn málsins. Vottar Jehóva hafa dafnað og eru nú öflugri en nokkru sinni fyrr, þökk sé leiðsögn og vernd heilags anda Guðs. Þar sem þeir eru hlutlausir og friðelskandi virðast þeir líka algerlega varnarlausir. Þeir hafa enginn pólitísk áhrif né bandamenn sér til varnar. Hvernig hefur þeim þá tekist að lifa og dafna?

Guð Biblíunnar svarar: „Engin vopn, sem smíðuð verða móti þér, skulu verða sigurvænleg, og allar tungur, sem upp rísa gegn þér til málaferla, skalt þú kveða niður. Þetta er hlutskipti þjóna [Jehóva] og það réttlæti, er þeir fá hjá mér — segir [Jehóva].“ „Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn! — segir [Jehóva] allsherjar.“ — Jesaja 54:17; Sakaría 4:6.

100 ára og öflugri en nokkru sinni fyrr

Undir árslok 1918 voru aðeins nokkur þúsund starfandi vottar um allan heim, og biblíurit þeirra voru gefin út á um 17 tungumálum. Eins og við höfum séð gekk Varðturnsfélagið á árunum 1933 til 1945 í gegnum annað erfitt ófsóknartímabil í mörgum löndum. Jafnvel í Bandaríkjunum, þar sem trúfrelsi er lögverndað, hafa vottar Jehóva þurft að verja fyrir dómstólum rétt sinn til að prédika fagnaðarerindið um ríki Guðs. (Filippíbréfið 1:7) Fyrir hæstarétti Bandríkjanna hafa þeir unnið 21 mál til verndar guðsdýrkun sinni og meginreglum. Eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk voru 141.606 vottar starfandi í 68 löndum í samanburði við 71.509 við upphaf styrjaldarinnar. Árið 1945 sóttu alls 186.137 hina árlegu minningarhátíð um dauða Krists.

Hvernig vegnar vottunum um 40 árum síðar? Nú eru yfir 2.840.000 vottar sem prédika í 203 löndum á um 190 tungumálum. Árið 1984 voru viðstaddar minningarhátíðina um 7.400.000 manns. Það er meiri fjöldi en nemur íbúatölu flestra þjóða veraldar!

Telja vottar Jehóva sig sjálfa eiga heiðurinn af þessu? Nei. Þótt þeir taki á sig þá ábyrgð að prédika fagnaðarerindið um ríki Guðs viðurkenna þeir að ‚Guð gefur vöxtinn.‘ — 1. Korintubréf 3:6, 7.