Nútíma-uppfinningar notaðar til að útbreiða fagnaðarerindið
Nútíma-uppfinningar notaðar til að útbreiða fagnaðarerindið
100 ár
HEFÐIR þú viljað vera uppi fyrir 100 árum? Víst er að lífið var þá mjög ólíkt því sem nú er. Þá var ekkert rafmagn á heimilum manna, ekkert útvarp, ekkert sjónvarp. Engar bifreiðar voru á götunum. Menn ferðuðust fótgangandi, á hestum, hestvögnum, með gufuknúnum jarnbrautum eða gufuskipum — flugvélar voru ekki til. Ferð yfir Atlantshaf tok tvær til þrjár vikur, ekki þrjár til sjö klukkustundir. En þá var líka að hefjast tímabil mikilla uppfinninga sem áttu eftir að breyta hinum gömlu lífsháttum.
‚Eftir hálft ár verður þetta ónýtt drasl‘
Árið 1884 var sérstakt af ýmsum ástæðum. Sagnfræðibókin The People’s Chronology nefnir tvo þýðingarmikla atburði sem gerðust það ár. Hinn fyrri er þessi: „Þýsk-bandaríski vélsmiðurinn Ottmar Mergenthaler, þrítugur, fær einkaleyfi fyrir Linotype-setjarvélinni sem mun valda byltingu í setjarsölum dagblaða.“ Sá síðari er þessi: „Biblíu- og smáritafélagið Varðturninn stofnað af Charles Taze Russell til útgáfu bóka hans, bæklinga og tímarita. Russell . . . prédikar að heimurinn rambi á barmi gereyðingar í hrikalegu Harmagedónstríði.“
Hvaða samband gat verið milli þessara tveggja sögulegu atburða? Í 36 ár, frá 1884, lét Biblíu- og smáritafélagið Varðturninn prenta milljónir biblíurita hjá öðrum prentsmiðjum. En árið 1920 ákvað félagið að prenta sjálft sín eigin tímarit. Þessi framför hafði í för með sér að kaupa þurfti Linotype-setjarvélar. Uppfinning Mergenthalers árið 1884, sem gerði setningu texta fljótvirkari en áður, hafði verið prentiðnaðinum mjög til framdráttar og nú var hún gifurleg hjálp til að hraða útbreiðslu fagnaðarerindisins.
Árið 1922 ákvað félagið að fara að prenta sjálft bækur og biblíur. Prenturum og bókbindurum þar í grendinni fannst lítið til um. Sagt er svo frá: „Fenginn var allur búnaður til setningar, prentplötugerðar, prentunar og bókbands, mestan part nýr. Forstjóri stórrar prentsmiðju, sem hafði prentað stóran hluta af ritum félagsins, sá búnaðinn og sagði: ‚Hérna hafið þið fyrsta flokks prentsmiðju í höndunum en engan sem hefur hugmynd um hvernig á að nota hana. Eftir hálft ár verur þetta alt orðið ónýtt drasl, og þið munuð komast að raun um að þið eigið að láta sömu aðila prenta fyrir ykkur og hafa alltaf gert það.‘“
Reyndist þessi svartsýni kaupsýslumaður hafa rétt fyrir sér? Hið gagnstæða gerðist því að sjálfboðaliðarnir í aðalstöðvum félagsins voru fljótir að læra. Í fyrstu gátu þeir bundið inn aðeins 2000 bækur á dag. Árið 1927 var talan komin
upp í 12.000 á dag — en yfirburðirnir voru á fleiri sviðum. Þegar bækurnar voru prentaðar hjá öðrum fyrirtækjum kostuðu þær almenning á bilinu 50 til 75 cent. Prentaðar hjá félaginu sjálfu af sjálfboðaliðum var hægt að framleiða bækurnar og dreifa þeim fyrir aðeins 25 cent! Var tilgangurinn sá að hagnast? Tölurnar hér að ofan tala sínu máli.Tilkoma grammófóna og kvikmynda
Árið 1887 fann Thomas Edison upp fyrsta vélknúna grammófóninn sem lék hljóðritanir af sívalningum úr vaxi. Sama ár gekk Emile Berliner skrefi lengra með því að nota flata skífu og nál sem hreyfðist í láréttum fleti. Þar með var grammófónninn eða plötuspilarinn fæddur. Um sama leyti urðu miklar framfarir í gerð kvikmynda. Árið 1896 var þögul kvikmynd fyrst sýnd almenningi á tjaldi í Bandaríkjunum.
Aðeins 16 árum síðar notfærði Biblíu- og smáritafélagið Varðturninn sér þessar tvær uppgötvanir til að hleypa auknum krafti í prédikun boðskaparins um Guðsríki. Árið 1912 var hafist handa við stórhuga brautryðjandastarf. Ritið Where Else but Pittsburgh! segir um það: „Fyrsta stóra kvikmyndin. Hún var kölluð ‚Sköpunarsagan í myndum,‘ og þótt hún væri gerð 15 árum á undan öðrum kvikmyndum með hljóði voru í henni sameinaðar kvikmyndir og kyrrar myndir sem voru samstilltar hljóðritaðri ræðu. Hún var í fjórum hlutum og sýning tók alls 8 stundir, og um 8 milljónir manna sáu hana.“ Hún gaf gífurlegan vitnisburð frá og með árinu 1914.
Uppfinning Marconis flytur fagnaðarerindið
Guglielmo Marconi tók árið 1901 á móti fyrsta þráðlausa merkinu sem sent var yfir Atlantshaf. Það var þó ekki fyrr en árið 1920 að KDKA, fyrsta útvarpsstöð í heimi sem starfaði á daglegum grundvelli, tók að útvarpa frá Austur-Pittsburgh. Það var því mörgum undrunarefni í ríkjunum Pennsylvania, New Jersey og Delaware þegar þeir heyrðu í apríl árið 1922 rödd J. F. Rutherfords, sem þá var forseti Varðturnsfélagsins, flytja ræðu sem nefndist „Milljonir núlifandi manna munu aldrei deyja.“ Hversu mikil nýlunda það þótti má sjá af fyrirsögn í dagblaðinu Record í Philadelphia: „Erindi Rutherfords dómara útvarpað frá Metropolitan-óperuhúsinu. Talar í útvarpssendi. Merkið flutt margra milna leið eftir Bell-símalínum til Howletts [útvarps-] stöðvarinnar.“
Biblíu- og smáritafélagið Varðturninn kom fljótt auga á möguleikana á að útbreiða boðskapinn um Guðsríki fljótt með útvarpi sem átti þá vaxandi vinsældum að fagna. Því keypti félagið árið 1922 landareign
á Staten-eyju á New Yorkflóa til að byggja á sína eigin útvarpsstöð. Fengið var leyfi stjórnvalda og stöð félagsins var úthlutað merkinu WBBR. Fyrst var útvarpað sunnudaginn 24. febrúar 1924.Þetta var aðeins byrjunin á notkun Varðturnsfélagsins á útvarpi. Árið 1925 var önnur útvarpsstöð, með kallmerkinu WORD, farin að útvarpa biblíusannindum frá Batavia í Illinois. Að síðustu var komið upp keðju útvarpsstöðva, sem náði um allan heiminn, til að útvarpa hljóðritaðri biblíudagskrá og erindum. Árið 1933, þegar sú starfsemi var í hámarki, voru notaðar 408 stöðvar til að flytja boðskapinn til sex meginlanda!
Arið 1957 seldi félagið WBBR eftir að hafa starfrækt stöðina í 33 ár. Hvers vegna þessi stefnubreyting? Vegna þess að nú voru orðnir margir söfnuðir votta Jehóva á því svæði, sem útvarpsstöðin hafði náð til, og þeir gátu gefið áhrifaríkari, persónulegan vitnisburð með því að knýja dyra hjá fólki. (Postulasagan 20:20) Þar að auki batt stöðin og dagskrá hennar mannafla og fjármagn sem betur mátti nota á aðra vegu, einkum til trúboðsstarfs. Af svipuðum ástæðum hefur sjónvarp verið notað sparlega.
Prédikað með grammófónum
Notkun hljóðritana í útvarpi varð kveikjan að annarri nýbreytni — prédikun hús úr húsi með hjálp grammófóna! Árið 1934 stóð Varðturnsfélagið að notkun ferðagrammófóna og 78 snúninga hljómplatna með stuttri, hljóðritaði biblíukynningu til prédikunar hús úr húsi. Í aðalstöðvum félagsins í Brooklyn voru hannaðir sérlega léttir ferðagrammófónar, og 20.000 voru smiðaðir í verksmiðjunni í Brooklyn! Þegar því félagið hætti að nota almennar útvarpsstöðvar árið 1937 hjálpaði grammófónninn til við að brúa bilið.
En þegar komið var fram á árið 1944 voru vottar Jehóva orðnir hæfari í að flytja sjálfir ræður, svo að hætt var að nota grammófóna við prédikunina. Sú uppfinning hafði, eins og útvarpið, þjónað sínum tilgangi.
Einstæður tölvubúnaður
Eins og Linotype-setjaravélarnar höfðu valdið byltingarkenndum breytingum í heimi prentiðnaðarins árið 1884, eins var með samspil offsetprentunar og ljóssetningar sem færðist mjög í aukana á sjöunda áratugnum. Ljóssetning gerði blýsetningaraðferðina úrelta næstum á einni nóttu. Til að lýsa kostum ljóssetningar fram yfir eldri aðferðir má nefna að 600 blaðsíðna bók, sem undir venjulegum kringumstæðum hefði tekið eitt ár að setja með gömlu aðferðinni, var ljóssett á 12 stundum!
Biblíu- og smáritafélagið Varðturninn fylgdist með þróun mála á þessu sviði og a Þetta er einhver háþróaðasti, alsjálfvirkur tölvubúnaður til vinnslu texta undir prentun, sem völ er á í heimunum.
tók upp ljóssetningu þegar búið var að yfirstiga flest vandamálin í tengslum við hana. Frá 1978 hefur félagið notað hverfi-offsetprentvélar og þróað sinn eigin tölvubúnað til setningar og umbrots á fjölda tungumála. Tölvubúnaðurinn er nefndur MEPS sem stendur fyrir Multilanguage Electronic Phototypesetting System sem kalla mætti á íslensku tölvustýrt fjöltungna ljóssetningarkerfi.Hvers vegna hefur félagið farið í slíkum mæli út í tölvuvæðingu að það skuli jafnvel starfrækja sína eigin rannsóknastofu á því sviði? Hið virta rit Seybold Report on Publishing Systems gefur vísbendingu um það og segir: „Hinar óvenjulegu fjöltungna þarfir Varðturnsins hefðu haft í för með sér umtalsverða sérmiði, ef til vill jafnvel sérhönnun af hálfu hvaða tölvusala sem vera skal. . . . Varðturninn prentar og gefur út hundruð milljóna eintaka af bókum og smáritum ár hvert. Sú staðreynd að þessi rit eru gefin út á fjölda ólíkra tungumála til dreifingar um allan heim skapar ýmis óvenjuleg setningarvandamál.“
Þessi vandamál hafa verið leyst af vottum Jehóva að því marki að frá og með 1. janúar á þessu ári birtist efni tímaritsins Varðturninn samtímis á helstu tungumálum heims. Með þessu mikla framfaraskrefi fá yfir 90 af hundraði þeirra, sem lesa Varðturninn í heiminum, mikilvægt biblíuefni samtímis.
Annað mikilvægt hjálpargagn
Ólæsi eða hálflæsi hefur í mörg ár verið alvarleg hindrun í fjölda landa og komið í veg fyrir að margt einlægra manna kynntist Biblíunni persónulega. Þótt Varðturnsfélagið hafi beitt sér fyrir lestrarkennslu út um allan heim svo áratugum skiptir var því ljós þörfin á að notfæra sér enn aðra tækniframför til að útbreiða biblíuþekkingu — segulbandstæki og segulsnældur. Félagið setti því á stofn segulbandadeild í Brooklyn árið 1978. Síðan hafa verið framleiddar yfir 18 milljónir segulsnælda!
Upptökuver og hljóðstofur voru gerðar til upptöku á biblíulestri, biblíuleikritum og kristilegri tónlist. Af því leiðir að allir söfnuðir votta Jehóva um allan heim geta sungið sína kristnu söngva við sama píanóundirleikinn af segulböndum. Sama tónlist er einnig fáanleg leikin af sinfóníuhljómsveit og nýtur vinsælda um allan heim. Margt manna, þar á meðal blindir, læra að meta Biblíuna betur við það að hlutsta á lestur biblíubókanna af segulsnældum á sinni eigin tungu, auk þess að hafa aðgang að ritum á blindraletri.
Fyrir nokkru skrifaði kaupsýslumaður í Flórida, sem selur vélbúnað til framleiðslu á segulböndum, eftir að hafa heimsótt segulbandadeild Varðturnsfélagsins: „Ég þarf tæplega að nefna að ég var mjög hrifinn af starfsemi ykkar í heild. Ég hef aldrei séð jafnhreina og afkastamikla verksmiðju og ykkar. Ég býst við að fólk vinni betur og leggi meir metnað í það sem það gerir ef því gengur annað til en að afla sér fjár.“
100 ára saga Biblíu- og smáritafélagsins Varðturninn sýnir að það hefur notfært sér nýjar uppfinningar til að framfylgja þeim tilgangi, sem nefndur er í stofnskrá þess, að prédika fagnaðarerindið um ríkisstjórn Guðs um allan heim. En það hefur ekki gerst án andstöðu og ofbeldis frá trúarlegum og stjórnmálalegum óvinum. Sú saga er sérstæð saga trúarlegra ofsókna á heimsmælikvarða eins og þú munt sjá af greinunum sem á eftir fara.
[Neðanmáls]
a Nánari lýsingu á MEPS er að finna í Vaknið! október-desember 1984, bls. 20-26.
[Myndir á blaðsíðu 6]
Þessar uppfinningar voru notaðar til að útbreiða boðskapinn um Guðsríki.
[Myndir á blaðsíðu 7]
Tækniframfarir hafa haft áhrif á heimsmælikvarða.