Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Frysting kjarnorkuvopna — já eða nei?

Frysting kjarnorkuvopna — já eða nei?

Frysting kjarnorkuvopna — já eða nei?

Í MAÍ 1983 hvöttu biskupar rómversk-kaþólsku kirkjunnar Bandaríkjunum formlega til þess að kjarnorkuvopnum yrði fækkað og hætt yrði „tilraunum, framleiðslu og dreifingu nýrra kjarnorkuvopna.“ Þeir sögðu: „Enginn vafi má leika á mjög alvarlegum efasemdum okkar um að notkun kjarnorkuvopna sé nokkurn tíma meðtækileg.“ — Sjá enska útgáfu Vaknið! þann 22. mars 1984, bls. 4.

Í bréfi, sem samið var í Lourdes í Frakklandi þann 8. nóvember 1983, kom í ljós að franskir biskupar rómversk-kaþólsku kirkjunnar voru ekki fyllilega sammála bandarískum starfsbræðrum sínum. Frönsku biskuparnir héldu því ákveðið fram í skýringarathugasemd að ‚réttmætt gæti verið af þjóðum að búast til varnar í þeim tilgangi að halda aftur af árásarþjóðum, jafnvel með kjarorkuvopnum.‘

Í bréfi sínu sögðu frönsku biskuparnir: „Augljóst er að kjarnorkuvopn til öftrunar eru siðferðilega aðgengileg því aðeins: að þau séu eingöngu notuð sem varnartæki,

að forðast sé uppsöfnun þeirra; öftrun fæst þegar hótunin um hefndaraðgerðir gerir utanaðkomandi árás óskynsamlega,

að gerðar séu allar hugsanlegar varúðarráðstafanir til að gera að engu hættuna á að kjarnorkustyrjöld hefjist vegna slysni, vitfirringar, hryðjuverkastarfsemi o.s.frv.,

að þjóðin, sem hættir á öftrun með kjarnorkuvopnum, fylgi jákvæðri friðarstefnu.“

Margt kaþólskra manna í Frakklandi mótmælti afstöðu biskupa sinna. Alain Woodrow, sem skrifar um trúmál í Parísarblaðið Le Monde, sagði: „Röksemdafærsla biskupanna jaðraði við hreinar rökflækjur. Jafnvel þótt þeir segi að ‚hótun sé ekki valdbeiting‘ er greinarmunurinn á því mjög óljós, og þeir viðurkenna sjálfir að til að varnir lands séu sannfærandi ‚verði það land að vera staðráðið í að láta til skarar skríða ef öftrunaraðgerðir koma ekki að haldi.‘“

Athygli vekur að sjónarmið kirkjuráðs mótmælenda í Frakklandi var nær skoðun kaþólskra biskupa í Bandaríkjunum þegar þeir, fáeinum dögum síðar, lýstu sig fylgjandi „frystingu kjarnorkuvopna sem fyrsta skrefinu til að snúa við vígbúnaðarkapphlaupinu, jafnvel þótt sú frysting sé aðeins einhliða.“ Þessi afstaða mætti síðan mikilli andstöðu innan mótmælendakirkjunnar. Að áliti eins prests hvetur slíkt viðhorf til „árásar og undirróðurs af hálfu einræðisríkja.“

Hvers vegna eru svona breytilegar skoðanir innan kirknanna á þessu mikilvæga málefni 20. aldarinnar? Bersýnilega vegna þess að flest kirjuyfirvöld skoða ástand heimsmála frá pólitískum sjónahóli frekar en biblíulegum. Það er greinilega ekki innan þessara sundruðu trúarstofnana sem fólk getur vonast til að finna sameinaða lærisveina Krists, ‚friðarhöfðingjans.‘ — Jesaja 9:6, 7; Jóhannes 17:20, 21.