Hve mörg líf átt þú að baki?
Hve mörg líf átt þú að baki?
Eftir fréttarítara „Vaknið“ á Indlandi
INDVERSKI maðurinn lyfti baðmullarflíkinni og í ljós kom fótur mjög afskræmdur af fílaveiki á háu stigi. Síðan benti hann á fótinn og sagði: „Þetta er mitt karma úr fyrra lífi.“
Með þessum orðum lét maðurinn í ljós þá trú, sem er mjög útbreidd meðal hindúa, að hið núverandi líf sé aðeins hlekkur í langri endurfæðingakeðju. Þeir trúa að hlutskipti þeirra í þessu lífi sé ávöxturinn af því sem þeir sáðu í fyrra lífi, og að þeir séu núna að sá því sem þeir munu uppskera í endurfæðingu í framtíðinni.
Útbreidd trú
Trúin á endurholdgun er þó engan veginn takmörkuð við Indland. Hana er að finna „í nálega öllum trúarbrögðum veraldar,“ segir hindúaleiðtoginn S. Radhakrishnan. Út um allan heim — í Afríku, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku, eyjum Kyrrahafsins og Evrópu — trúir fólk að mannssálin geti tekið sér búsetu í hákörlum, krókódílum, tígrisdýrum, bjarndýrum, hreysiköttum, músum og jafnvel skordýrum svo sem geitungum og mykjubjöllum! Endurholdgunin er raunar ekki takmörkuð við dýraríkið. Barnlausar konur í Afríku og Indlandi ákalla tré sem álitið er að sálir látinna búi í. Svipaðir siðir þekktust einnig í Evrópu til forna.
En hver er uppruni trúarinnar á endurholdgun eða sálnaflakk? Hvers vegna trúir fólk á slíkt? Og hvaða áhrif hefur þessi kenning á líf manna?
Hvaðan er hún komin?
Ef mannssálin ætti að flögra frá einni lífsmynd til annarrar þyrfti hún að vera ódauðleg. Endurholdgunarkenningin er þvi byggð á hugmyndinni um ódauðleika sálarinnar, og því hlýtur að verða að rekja uppruna hennar til þeirra þjóða sem voru slíkrar trúar. Á þeim grunni álíta sumir að hún eigi upptök sín í Forn-Egyptalandi. Aðrir halda því hins vegar fram að hún hafi orðið til í Babýloníu til forna þar sem fyrsta dulartrú sögunnar varð til. Til að afla sinni vafasömu trú virðingar kom prestastétt Babýloníu á framfæri kenningunni um sálnaflakk. Þannig gátu prestarnir fullyrt að trúarhetjur
þeirra væru löngu látnir, merkir forfeður þeirra.Það var þó á Indlandi að þessi trú náði að blómgast til fulls. Kennifeður hindúa voru að glíma við hinar almennu ráðgátur viðvíkjandi hinu illa og mannlegum þjáningum. ‚Hvernig er hægt að samræma þær hugmyndinni um réttlátan skapara?‘ spurðu þeir. Þeir reyndu að finna svör við andstæðunum milli réttlætis Guðs og hinna ófyrirséðu hörmunga og misréttis í heiminum. Niðurstaðan varð „karmalögmál“ þeirra — lögmálið um orsök og afleiðingu. Þeir bjuggu sér til ýtarlegt ‚bókhaldskerfi‘ þar sem ýmist var umbunað eða refsað í næsta lífi fyrir verðleika eða ávirðingar í þessu.
„Karma“ merkir einfaldlega „starfsemi“ eða „verk.“ Hindúi er sagður hafa „gott karma“ ef hann fylgir félagslegum og trúarlegum hegðunarreglum, en „slæmt karma“ ef hann gerir það ekki. Verk hans eða „karma“ ráða framtíð hans í sérhverri komandi endurfæðingu. Lokatakmarkið er þó að frelsast úr þessari sálnaflakkshringrás og sameinast alheimsandanum. Trúað er að hægt sé að ná því marki með því að hegða sér á þann hátt sem telst viðeigandi í þjóðfélaginu og afla sér sérstakrar þekkingar hindúa.
Ávöxtur endurholdgunarkenningarinnar
Orð indverska heimspekingsins S. N. Dasgupta eru dæmigerð fyrir lífsspeki þess manns sem trúir á endurholdgun: „Undir venjulegum kringumstæðum er þess ekki að vænta að verk í þessu lífi geti bægt frá böli þessa lífs sem manninum er ætlað að þola í samræmi við karma fyrri fæðingar.“ Afleiðingin er forlagaviðhorf til lífsins í heild, þó einkum til þjóðfélagsböls og misréttis.
Karmalögmálið hefur líka stuðlað að því að viðhalda stéttaskiptingunni í þjóðfélagi hindúa. Hvernig þá? Þar eð þessi trú kennir að núverandi staða mannsins í lífinu sé afleiðing af karma eða verkum hans í fyrri tilveru, er hún álitin óbreytanleg í hinni núverandi tilveru. En Swami Nikhilananda segir: „Með því að gegna þeim skyldum, sem ákvarðast af stétt mannsins, öðlast hann rétt til fæðingar í æðri stétt í framtíðartilveru.“ Sá sem tilheyrir lægri stétt þorir því tæpast að rísa upp gegn reglum og síðum stéttar sinnar. Auk þess óttast menn refsingu og útskúfun, því ættingjar eiga til að refsa eða jafnvel afneita þeim sem brýtur nokkrar af reglum og siðum sinnar þjóðfélagsstéttar. Vegna slíks ótta eru milljónir manna fjötraðar í stétt blásnauðra „stéttleysingja“ eða óhreinna manna sem njóta engra borgaralegra réttinda. Þótt löggjafar okkar tíma hafi náð nokkrum árangri í að takmarka illa meðferð á hinum svonefndu stéttleysingjum, eru rótgrónar trúarvenjur lífseigar í þjóðfélagi þar sem erfðavenjur ráða svo miklu.
Endurholdgun — er hún trúleg?
En hvers vegna eru þjáningar og misrétti manna á meðal? Er endurholdgun eina hugsanlega skýringin eða jafnvel trúleg skýring á því? Við skulum taka sem dæmi manninn með fílaveikina sem nefndur var í upphafi greinarinnar. Þar eð hann vissi ekkert um orsakir þessa sjúdóms hélt hann að þjáningar hans stöfuðu af karma hans. En ef ekki hefði viljað svo til að hann bjó á svæði þar sem mikið var um stungumý, sem getur sýkt fólk af fílaveiki, eða ef hann hefði vitað eitthvað um stungumýið og gert varúðarráðstafanir, hefði hann þá ekki getað Prédikarinn 9:11.
sloppið við þennan hræðilega sjúkdóm? Þjáningar hans stafa því ekki af karma heldur ‚tíma og tilviljun.‘ —Á síðari tímum hafa Mohandas Gandhi og aðrir leiðtogar reynt að vinna gegn hugmyndinni um karma og endurfæðingu með því að segja: „Stéttleysi er glæpur gegn Guði og manninum.“ Barátta Gandhis og annarra, sem voru sama sinnis, bættu svolítið hlutskipti „stéttleysingjanna.“ Sýnir það ekki að sá sem er í flokki „stéttleysingjanna“ er þar ekki vegna einhvers karma sem lætur hann eiga engra annarra kosta völ? Í rauninni sýnir það að kúgun af þessu tagi er afleiðing erfðaþjóðfélags sem hægt er að bæta eða jafnvel breyta. Örlög barns meðal „stéttleysingja“ eru því af mannavöldum, ekki ákveðin af Guði.
Hvað um ágirnd og spillingu viðskiptaheimsins? Ófyrirleitinn kaupsýslumaður á til að beita mútum eða fjárkúgun. En þarf hann að gera það? Er ekki lögleysi hans afleiðing af því að hann misbeitir sínum frjálsa vilja? Því er ekki þörf á kenningunni um „karma og endurfæðingu“ til að skýra hvers vegna menn þjást. Fólk sem rökhugsar sér að slys, erfðir og misbeiting hins frjálsa vilja eru rökréttar orsakir verulegs hluta af böli og misrétti lífsins. — Rómverjabréfið 5:12; Prédikarinn 7:29.
Endurholdgun — er hún sönn?
Grunnur kenningarinnar um endurholdgun er trúin á ódauðleika sálarinnar. Ef jarðneskar sálir eru ekki ódauðlegar hrynur endurfæðingarkenningin. En hvar getum við leitað nákvæmrar vitneskju um þetta mál? Þótt nær öll helstu trúarrit heims kenni að sálin sé ódauðleg á einn eða annan hátt gerir Biblían það ekki.
Um mannssálina segir Biblían: „Þá myndaði [Jehóva] Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál.“ (1. Mósebók 2:7) Maðurinn — hin lifandi vera sem dregur andann — er því sál. Hann hefur ekki sál sem er sérstæður og sjálfstæður hluti af honum, reiðubúin að yfirgefa líkamann við dauðann.
Um það hvað gerist við dauðann segir 1. Mósebók 3:19: „Í sveita andlits þíns skalt þú neyta brauðs þíns, þangað til þú hverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ert þú tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!“ Við dauðann „hverfa“ menn „aftur,“ ekki til nýrrar tilveru eða endurfæðingar heldur „til moldar.“ Biblían kennir skýrt og greinilega að mannssálin deyi. Hún fer ekki á flakk. „Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja,“ segir Biblían með áherslu. — Esekíel 18:4, 20.
Von fyrir hina dánu
Hvaða von hafa hinir dánu úr því að sálin deyr? Í stað þess að eftirláta syndugum mönnum að skapa sér sín eigin örlög með því að ganga í gegnum óteljandi endurfæðingar, fullar þjáninga og kvala, svarar Biblían: ‚Upp muni rísa bæði réttlátir og ranglátir.‘ — Postulasagan 24:15.
Í sinni óendanlegu visku og kærleika man skaparinn eftir lífsmynstri hinna látnu. Hann gerir það ekki til að geta síðar dæmt þá og refsað þeim eins og karmalögmálið reynir að telja okkur trú um. Hann gerir það til að reisa fólk upp, vekja það upp frá dauðum með sama persónuleika og einkennum og það hafði áður en það dó. Þeir sem eru vaktir upp til lífs á jörðinni verða síðan dæmdir út frá því hvernig þeir breyta eftir upprisu sína. Þá eiga þeir sem menn fyrir sér að lifa aftur — í endurreistri paradís á jörð, en um hana fullvissar Biblían okkur: „Dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ — Opinberunarbókin 21:4.
[Innskot á blaðsíðu 13]
Gandhi sagði: „Stéttleysi er glæpur gegn Guði og manninum.“
[Mynd á blaðsíðu 12]
Hvað gerði þessi maður til að verðskulda þetta?