Hvers vegna að afþakka fíkniefni?
Ung fólk spyr . . .
Hvers vegna að afþakka fíkniefni?
„TILLFINNINGALEGA er ég eins og barn,“ segir Mike sem er 24 ára gamall. „Stundum er ég hræddur við jafnaldra mína og finnst þeir jafnvel kúga mig. Ég þjáist af þunglyndi, öryggisleysi og stundum hef ég jafnvel íhugað að svipta mig lífi.“
Ann er 36 ára. Hún lýsir sjálfri sér líka þannig að hún sé „mjög ung tilfinningalega“ og hafi „mjög lítið sjálfsálit.“ Hún bætir við: „Mér finnst mjög erfitt að lifa eðlilegu lífi.“
Hvers vegna á þetta fólk við að stríða tilfinningavandamál þótt það sé heilbrigt að öðru leyti? Mike og Ann eru að uppskera afleiðingarnar af ákvörðun sem þau tóku þegar þau voru mjög ung — að prófa fíkniefni. — Galatabréfið 6:7.
Enginn vafi leikur á að margt ungt fólk nú á dögum neytir fíkniefna — allt frá skynvillulyfjum til maríjúana. Líkur eru því á að fyrr eða síðar verði þér boðin fíkniefni. Löngunin til að vera viðurkenndur af jafnöldrum þínum getur verið mjög sterk, og þessi þörf á að finna sig viðurkenndan hluta af ákveðnum hópi getur þrýst mjög á. Hvað munt þú gera? Munt þú vera nægilega sterkur til að afþakka fíkniefnin, segja nei? Hvers vegna ættir þú að gera það? Áður en við svörum því skulum við skoða nokkur atriði viðvíkjandi sjálfum þér og uppvextinum sem leiðir til tilfinningalegs þroska.
Tilfinningalegur „vöxtur“
Á unglingsárunum vex líkami þinn hratt og þroskast, þar á meðal kynferðislega. En það er ekki bara líkaminn sem vex. Þú ert líka í vexti tilfinningalega. Hvað felst í því?
Þú verður stöðugt fyrir nýrri og nýrri reynslu og þarft að takast á við ný verkefni og aðstæður sem kalla á framtak og aðgerðir, og slíkt getur bæði valdið streitálagi og haft umbun í för með sér. En allt er það nauðsynlegt til að þú vaxir upp tilfinningalega. Hvernig þá? Það er tengt því að þú þroskir með þér leikni og hæfni til að takast á við hinar margvíslegustu aðstæður lífsins, lærir að bregðast rétt við velgengni og árangri og taka mistökum. Það er það sem tilfinningalegur vöxtur snýst um. Unglingar, sem reyna að komast undan vandamálum með því að leita á náðir fíkniefna, geta í raun réttri hindrað eða heft slíkan tilfinningaþroska. En við komum nánar að því síðar.
Hvers vegna er því líkt við kunnáttu að takast á við vandamál? Vegna þess að nauðsynlegt er að læra slíkt og æfa til að kunna það. Við skulum lýsa þessu með dæmi: Hefur þú nokkurn tíma horft með aðdáun á leikinn knattspyrnukappa? Kannski hreifst þú af því hvernig hann brást við öllum þeim aðstæðum sem upp komu í leiknum. Þú sást hann beita höfði sínu og fótum á aðdáunarverðan hátt! En hvernig þroskaði þessi leikmaður slíka kunnáttu? Með áralangri þjálfun. Hann lærði að sparka boltanum, hlaupa með honum, reka hann, sparka sýndarspark og svo framvegis, þar til hann varð leikinn knattspyrnumaður.
Það er mjög áþekkt að ná leikni í að Rómverjabréfinu 5:3: „Vér fögnum líka í þrengingunum, með því að vér vitum, að þrengingin veitir þolgæði.“ Þolgæði er það að vera stöðuglyndur og þrautseigur undir álagi eða erfiðleikum, án þess að gefast upp. Og taktu eftir að það er með því að horfast í augu við og glíma við ‚þrengingar‘ eða erfiðleika að þú getur þroskað með þér þolgæði. Þolgæðið, sem þú þroskar meðan þín núverandi ‚þrenging‘ stendur, mun gera þig færari um að mæta erfiðleikum í framtíðinni. ‚Þrenging‘ getur því verið jákvæð reynsla sem skilar jákvæðum árangri. — Samanber Jakobsbréfið 1:2-4.
glíma við vandamál. Það útheimtir þjálfun! En hvar getur þú fengið slíka æfingu og þjálfun? Biblían gefur vísbendingu íHvernig getur þú virkjað þessa grundvallarreglu í lífi þínu? Með því að horfast í augu við og glíma við vandamál eða erfiðleika sem þú verður fyrir núna meðan þú ert ungur. Skortir þig til dæmis sjálfstraust? Ert þú feiminn eða einmana? Hefur þú áhyggjur af útliti þínu? Er fjölskyldulífið erfitt eða átt þú við að stríða vandamál í skóla? Vandamálin eru breytileg frá manni til manns, sum smá, „hversdagsleg“ vandamál en önnur erfið af því tagi sem vekja stundum hugsanir um sjálfmorð. En óháð því hver eru þín vandamál þarft þú að horfast í augu við þau og glíma við þau núna til að taka út andlegan vöxt!
‚En hvað á allt þetta skylt við að afþakka fíkniefni?‘ kannt þú að spyrja. Við skulum athuga málið.
Fíkniefnin hefta vöxt
Ann, sem neytti fíkniefna til að flýja veruleikann, segir: „Í 14 ár hef ég ekki tekist á við vandamál mín.“ Hún viðurkennir: „Tilfinningalega er ég mjög ung.“ Mike lét í ljós svipaða skoðun og sagði: „Ég hafði notað fíkniefni síðan ég var 11 ára. Þegar ég hætti því 22 ára fannst mér ég vera eins og barn. Ég righélt mér í aðra til að reyna að finna öryggi. Mér varð ljóst að tilfinningalegur þroski minn stöðvaðist þegar ég fór að nota fíkniefni.“
Mike, Ann og mörgum fleiri fannst, skömmu eftir að þau byrjuðu að neyta fíkniefna, að þau gætu hjálpað þeim
að ráða við óþægindi lífsins. En því meir sem þau reiddu sig á fíkniefnin, því minna horfðust þau í augu við vandamál sín. Afleiðingarnar urðu þær að þeim tókst ekki að þroska með sér þá kunnáttu í að glíma við hinar margvíslegu aðstæður lífsins sem fullvaxta fólki er nauðsynleg. Í hnotskurn má segja að tilfinningalegur þroski þeirra hafi stöðvast eða hægt á honum þegar þau fóru að neyta fíkniefna.Dr. Sidney Cohen, fyrrverandi forstöðumaður bandarískrar stofnunar sem lætur sig varða neyslu ávana- og fíkniefna, segir: „Vandi unglinga, sem neyta fíkniefna, er sá að þær stundir, sem þeir vaka, eru þeir oft í hassvímu, og jafnvel þótt þeir læri eitthvað er æfingatími ekki fyrir hendi. Dagurinn hjá þeim fer í að reykja hass eftir morgunverð, í hléinu klukkan 10, í matarhléinu og svo framvegis. Þá er lítill tími eftir til nokkurra æfinga eða upprifjunar á því sem þeir hafa lært.“
Til að skilja þetta betur skulum við rifja upp samlíkingu okkar við knattspyrnumanninn. Hvernig færi ef hann hætti að æfa knattspyrnu þegar hann hefði náð ákveðnu stigi, segjum til dæmis eftir að hann hefði lært að sparka boltanum? Hann myndi ekki taka framförum umfram það. Nú, hvað gerist þegar 13 ára unglingur byrjar að neyta fíkniefna og hættir að þjálfa hæfni sína í að takast á við lífið? „Ég sólundaði öllum þessum þroskaárum,“ svarar Frank sem byrjaði að neyta fíkniefna 13 ára gamall. „Þegar ég hætti því gerði ég þá sársaukafullu uppgötvun að ég var algerlega óundirbúinn að mæta lífinu. Ég var aftur orðinn 13 ára gamall og fann fyrir sama tilfinningarótinu og krakki á gelgjuskeiðinu.“
Við lærum af reynslunni
Þegar þú reynir skin og skúrir gelgjuskeiðsins ert þú í reyndinni að búa þig undir lífið og allar þær áskoranir sem fylgja því. „Við lærum mikið af reynslu,“ sagði ráðgjafi við endurhæfingarstöð við fulltrúa Vaknið! „Þegar við reynum lífið skráir hugur okkar hjá sér upplýsingar sem hann geymir og rifjar síðan upp þegar vandamál ber að garði. Þetta er mjög líkt og gerist í tölvu. Við mötum tölvuna á upplýsingum. Þegar leysa þarf verkefni leitar hún í minnisbanka sínum, greinir í sundur upplýsingar og kemur með svarið. En hvað myndi gerast ef við mötuðum hana jafnvel á aðeins einum röngum upplýsingabita? Þegar leysa ætti ákveðið verkefni myndi hún gefa rangt svar.“
Það að læra er ósköp svipað. Þessi sami ráðgjafi heldur áfram: „Ef ungur maður reynir lífið undir áhrifum fíkniefna mun hugur hans skrá rangar eða brenglaðar upplýsingar. Þegar hann síðan stendur frammi fyrir vandamálum mun hugur hans byggja greiningu sína á röngum upplýsingum og gera honum erfitt að glíma við sum af vandamálum lífsins.“
Sem ungur piltur eða stulka þarf þú því að reyna lífið eins og það er, öll skin þess og skúrir, velgengni og mistök. Uppvöxturinn er að vísu ekki auðveldur, en ef þú reynir að forðast „vaxtarverkina“ með því að neyta fíkniefna getur þú dregið verulega úr líkunum á því að þú verðir ábyrgur þroskaður einstaklingur.
Gott er að draga lærdóm af Jesú Kristi sjálfum í þessu sambandi. Þegar hann var á kvalastaurnum var honum boðið „vín, blandað myrru“ til að sljóvga skilningarvitin. Hvað gerði hann? „Hann þáði ekki,“ svarar Biblían. (Markús 15:23) Hvað ættir þú þá að gera þegar aðrir hvetja þig til að prófa fíkniefni? „Gerðu það ekki!“ hvetur Mike. „Ekki prófa fíkniefni. Þú munt taka út fyrir það alla ævi!“
[Innskot á blaðsíðu 20]
„Ekki prófa fíkniefni,“ hvetur Mike. „Þú munt taka út fyrir það alla ævi!“
[Mynd á blaðsíðu 20]
Hvað myndir þú segja?