Hvers vegna klingja menn glösum?
Hvers vegna klingja menn glösum?
Hefur þú veitt því athygli að í samkvæmum eða veitingahúsum klingja menn glösum áður en þeir drekka úr þeim? Fæstir myndu geta svarað hvers vegna.
Mörgum kæmi á óvart að heyra að þetta er forn, heiðinn siður. Samkvæmt heimildum frá bandaríska bókasafnasamtökunum höfðu menn þá fáránlegu hugmynd fyrir þúsundum ára að djöfullinn gæti komist inn í líkama þeirra um opinn munninn þegar þeir fengju sér að drekka, og þeir trúðu að hægt væri að hræða þennan illa anda með hávaða. Til að bægja þessari hættu frá slógu þeir því drykkjarkrúsum sínum saman með miklum hávaða. Í Evrópu slá menn enn saman bjórkönnum sínum eða gera krossmark. Og sumir frumstæðingar þeirra á meðal ýmsir Afríkubúar, hringja bjöllu áður en þeir drekka í botn.