Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Frá lesendum

Frá lesendum

Frá lesendum

Fimm algengar rökleysur Kærar þakkir fyrir þessa grein (október-desember 1990). Hún örvaði huga minn og reyndist einkar gagnleg til að hjálpa öðrum að greina á milli heilbrigðra raka og innantómra blekkinga.

R. C., Ítalíu

Forneðlurnar Greinin um forneðlurnar (apríl-júní 1990) kom að góðum notum hér á landi þar sem margir trúa á þróunarkenninguna. Vaknið! byrjaði að koma út hér á landi á þessu ári (1990). Við lesum hvert tölublað með ákefð.

F. C., Tékkóslóvakíu

Sem fornleifafræðingi og jarðfræðingi þóttu mér greinar Vaknið! um forneðlurnar athyglisverðar. Í greinunum var sagt að steingerðar leifar manna liggi ofar steingervingum forneðlanna í jarðlögunum, og að jarðlög skilji í milli. Víða um heim finnast einnig steingervingar í þessum jarðlögum milli hinna tveggja. Margar nýjar dýrategundir birtast í þessum lögum, svo sem fílar, sverðkettir og allmargar tegundir ófleygra fugla. Það bendir sterklega til þess að Guð hafi enn verið að skapa nýjar dýrategundir eftir að forneðlurnar voru horfnar af sjónarsviðinu, og að þær hafi horfið á sjötta sköpunartímabilinu.

G. S., Kanada

Biblían lætur þess ógetið hvenær forneðlurnar voru skapaðar og hvenær þær hurfu. Eigi að síður eru athugasemdir G. S. athyglisverðar. — Útg.

Flogaveiki Ég vil færa ykkur kærar þakkir fyrir greinina um flogaveiki! (Október-desember 1990) Það er mikill léttir fyrir mig að gera mér grein fyrir að ég er ekki einn um að þjást af flogaveiki. Ég var búinn að vera svo langt niðri að ég ætlaði mér að binda enda á líf mitt. Greinin kom rétt í tæka tíð. Hún vakti með mér von um framtíð án sjúkdóma.

N. P., Þýskalandi

Kvikmyndir Greinin „Ungt fólk spyr . . . Skiptir máli hvaða kvikmyndir ég horfi á?“ (október-desember 1990) hjálpaði mér að gera mér grein fyrir hvílíkt vald kvikmyndir hafa á fólki. Ég ætla mér ekki að sjá fleiri kvikmyndir í R-flokki.

W. R., Bandaríkjunum

Ég fer ekki oft í kvikmyndahús, þannig að ég er farinn að lesa bækur um dýralíf, handíðar og mannkynssögu. Það er til mikið af frábærum, fræðandi bókum sem eru lausar við gróft málfar.

L. H., Bandaríkjunum

Séð með augum barns Greinin ykkar (júlí-september 1990) var skrifuð af slíkum skilningi að ég fann mig knúna til að dreifa eins mörgum eintökum og ég gat í skólum og sjúkrahúsum og meðal mæðra sem ég þekki. Skólastjóri skólans, sem synir mínir ganga í, var mjög hrifinn af greininni, og einn af kennurum sona minna fór lofsamlegum orðum um það hvaða tökum efnið var tekið. Ég á líka fjögur börn og veit hve erfitt það er að vera foreldri. Greinar eins og þessi auðvelda okkur að hjálpa börnunum.

M. P. R., Ítalíu

Gróðurhúsaáhrifin Ég er 15 ára skólanemi og mig langar til að þakka fyrir greinarnar í júlí-september 1989 um ósonlagið og í janúar-mars 1990 um gróðurhúsaáhrifin. Ég sótti efni í greinarnar í ritgerð um þetta mál og fékk góða einkunn fyrir.

J. B., Ástralíu.