Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Þeir búa yfir gríðarlegu siðferðisþreki“

„Þeir búa yfir gríðarlegu siðferðisþreki“

„Þeir búa yfir gríðarlegu siðferðisþreki“

EFTIR um það bil 40 ára ofsóknir í Tékkóslóvakíu gátu vottar Jehóva loks haldið þar svæðismót. Eitt var haldið í Ostrava í maí 1990 og sagt var frá því í dagblaðinu Nová Svoboda (Nýtt frelsi). Þar skrifaði Jíří Muladi meðal annars:

„Um fólk sem er fullkomlega mannlegt“

„Í þrjá daga fyrir mótið komu um 90 manns saman í Tatran-salnum og þrifu hann betur en hann hefur verið þrifinn í 40 ár. Áður en lengra er haldið verð ég að segja að salurinn var jafnhreinn eftir þetta tveggja daga mót og ekkert bréfarusl eða sígarettustubbar á gólfinu. Reyndar reykja vottar Jehóva ekki.

Á fyrri degi svæðismótsins voru 1600 manns viðstaddir. . . . Mótið hófst með söng sem allir sungu. Mörg tónskáld myndu undrast hve falleg sönglögin voru. . . . Allt var gert án fyrirgangs og óláta. Hinir háttsettu voru ekki kynntir með neinum sérstökum hætti. (Þess vegna veit ég ekki einu sinni hver var hæstsettur og ímynda mér að öllum sé sama um það.) Þarna voru engar hneigingar og slagorðaköll. Hógværð, góðvild og samkennd ríkti.“

Upplýsingar um vottana

„Jehóva er nafn Guðs. Í tékknesku biblíunni er nafn hans þýtt (eða skipt á því) með nafninu Hospodin [Drottinn]. Vottar Jehóva halda því fast fram að nota hið upprunalega nafn Guðs og eru staðráðnir í að bera með verkum sínum vitni um tilvist hans og gerðir. . . .

Trú votta Jehóva bannar þeim að beita vopnum gegn mönnum, og þeir sem neituðu að gegna herþjónustu og voru ekki settir til vinnu í kolanámunum voru hnepptir í fangelsi, jafnvel í fjögur ár.

Af þessu einu er augljóst að þeir búa yfir gríðarlegu siðferðisþreki. Við gætum notað svona óeigingjarnt fólk jafnvel í æðstu stjórnmálaembættum — en við munum aldrei koma því þangað. Vottar Jehóva halda því stíft fram að menn hafi stjórnað sjálfum sér einungis sér til óþurftar. Að sjálfsögðu viðurkenna þeir stjórnvöldin, en þeir trúa að aðeins Guðsríki geti leyst öll vandamál manna. En takið eftir — þeir eru engir ofstækismenn. Þeir eru uppteknir af mannúðarmálum. Og núna getið þið látið ykkur finnast það sem þið viljið um þá.

P.S. Ég er ekki einn af vottum Jehóva, jafnvel þótt ég sé hlynntur mörgum af hugmyndum þeirra.“

[Mynd á blaðsíðu 26]

Mót í Lucerna-salnum í Prag í Tékkóslóvakíu.