Hvað er að því að daðra?
Ungt fólk spyr . . .
Hvað er að því að daðra?
„SARA! Sara!“ hvíslar pilturinn nokkrum sætaröðum aftar. „Komdu og sestu hjá mér!“ Á fimm mínútna fresti endurtekur hann bæn sína — án árangurs. Í augum Söru eru tilraunir piltsins til að daðra við hana í kennslustofunni lítið annað en dagleg óþægindi.
Jennifer er ekki orðin nógu gömul til að ljúka fyrsta skólastigi (barnaskóla) en segir þó: „Strákar segja stundum ýmislegt tvírætt við mig og eru ekki bara vingjarnlegir í framkomu.“ „Augun,“ bætir Erika við. „Þau horfa á mann, þeir brosa breiðu gervibrosi og skyndilega eru þeir komnir með þessa djúpu rödd — það kemur mér til að hlægja. Og síðan færa þeir sig alveg fast upp að manni.“ Drengir verða líka oft fyrir daðri. John, sem er á unglingsaldri, segir: „Stelpurnar [í skólanum] reyna að komast nálægt manni og snerta mann, taka utan um mann. Þær koma til manns frammi á gangi og reyna að faðma mann.“
Margir unglingar virðast svo sem njóta þess að fá slíka athygli. „Það er gaman,“ segir stúlka að nafni Connie sem hvetur piltana til að stara á sig lostafullum augum með því að vera eggjandi í klæðaburði. Margir unglingar hafa líka gaman af því að vekja á sér athygli. „Mér finnst gaman að daðra við alla stráka — hvort sem mér geðjast að þeim eða ekki,“ sagði unglingsstúlka í tímaritinu ’Teen. „Daður eykur sjálfstraust mitt og mér finnst ég vera meira aðlaðandi.“
Hvernig eigi þá kristin ungmenni að líta á daður? Er það bara skaðlaus skemmtun, óhjákvæmilegt þroskastig á veginum til ástarinnar, eða eru einhverjar alvarlegar hættur þar sem nauðsynlegt er að forðast?
Það sem daður felur í sér
Daður er ekki hið sama og réttmæt athygli sem maður kann að sýna konu (eða öfugt) á fyrsta stigi samdráttar þeirra í milli. Það merkir „dufl, ástleitni, léttúð,“ að vera ástleitinn án þess að alvara búi að baki. Frakkar kalla konu, sem hegðar sér þannig, coquette — daðurdrós.
Það er hins vegar ekki auðvelt að skilgreina nákvæmlega hvað það er að vera daðurgjarn. Daður getur fólgist í augnatilliti, snertingu, raddblæ, uppgerðarfeimnislegu brosi — jafnvel klæðaburði, stellingum eða hvernig fólk ber sig. En þótt erfitt sé að skilgreina daður er yfirleitt harla auðvelt fyrir þann sem verður fyrir því að bera kennsl á það. Hvað sem því líður er daður og ástleitni hreint og beint hættuleg fyrir þann sem er of ungur til að ganga í hjónaband!
Hættulegt „gaman“?
Ekki er svo að skilja að það sé rangt í sjálfu sér að finna fyrir aðdráttarafli hjá einhverjum 1. Korintubréf 7:36, NW) Ef til vill ert þú að velta fyrir þér hve aðlaðandi þú sért og eilítið daður getur virst vera skaðlaus leið til að ganga úr skugga um það. Tímaritið ’Teen hvatti jafnvel stúlkur til að daðra: „Daður getur verið skemmtilegt!“ Í greininni, sem fylgdi þessari yfirskrift, voru ítarlegar leiðbeiningar um daðurslistina.
af hinu kyninu. Á „blómaskeiði lífsins“ er eðlilegt að slíkar tilfinningar séu sterkar; þannig erum við úr garði gerð af skaparans hendi. (En það eitt að hægt er að kalla daður skemmtilegt þýðir ekki að það sé heilnæmt eða gott fyrir manninn. Líttu á viðhorf hins réttláta Jobs. Hann sagði einu sinni: „Ég hafði gjört sáttmála við augu mín; hvernig hefði ég þá átt að líta til yngismeyjar?“ (Jobsbók 31:1, 9-11) Job hafði í reynd gert sáttmála við sjálfan sig um að stýra augum sínum og gjóta þeim aldrei daðurslega til ógiftrar konu. Hvers vegna? Vegna þess að Job var kvæntur maður. Daðursleg framkoma við aðrar konur hefði verið ótryggð við eiginkonu hans. Að minnsta kosti hefði það getað vakið upp rangar langanir og væntingar. Því forðaðist Job daður.
Að vísu er þú sjálfsagt ekki enn kominn í hjónaband, en þegar þú hugsar málið, hefur þú þá einhvern meiri rétt en Job til að sýna einhverjum af hinu kyninu athygli? Hver er eiginlega tilgangurinn með því ef þú hefur enn ekki náð giftingaraldri? Hvað myndir þú gera ef viðbrögð hins aðilans við daðri þínu yrðu jákvæð? Ert þú í raun og veru í aðstöðu til að leiða samband ykkar að hinu rökrétta marki — hjónabandi? a Ef ekki, þá getur daður varla leitt til annars en vonbrigða.
Ýtir undir sjálfsálit
Oft er þeim sem daðrar það síst í huga að mynda tilfinningatengsl við annan einstakling. Í hans huga er það kannski eins og nokkurs konar leikur eða dægrastytting að ná til sín athygli einhvers af hinu kyninu. Ung kristin stúlka er María hét vissi vel af því boði Biblíunnar að bindast ekki ástarböndum einhverjum utan trúarinnar. (2. Korintubréf 6:14) Hún hélt hins vegar ranglega að það væri ekkert hættulegt að daðra við stráka sem hún gekk með í skóla. „Um leið og ég náði athygli þeirra,“ segir hún í flýti, „var málinu lokið. Maður nær því stigi að þeir bjóða manni út og þá hættir maður.“ En hætta þeir á því stigi?
Rithöfundurinn Kathy McCoy sagði í grein í tímaritinu Seventeen: „Sjálfsálit þeirra sem spila á kynferðislegt aðdráttarafl er oft á lágu stigi, og þeir reyna að hressa upp á sjálfsmynd sína með því að vekja athygli og aðdáun annarra.“ Sjálfsagt getur það aukið sjálfsálitið að fá lokkandi augnatillit eða snertingu — en aðeins um stund. Auk þess aðvaraði biblíuritarinn Páll kristna menn að ‚gera ekkert af eigingirni eða hégómagirnd.‘ — Filippíbréfið 2:1-3.
Til eru langtum áhrifaríkari leiðir til að byggja upp varanlega sjálfsvirðingu en sú að leika sér að tilfinningum annarra. Hvernig væri að reyna að byggja upp ‚hinn innri mann,‘ það sem þú ert innst inni? — 2. Korintubréf 4:16.
‚Að skjóta tundurörvum‘
Í grein í tímaritinu Seventeen er bent á aðra hættu þar sem segir: „Vandinn við daður er sá að það hefur ólíka merkingu fyrir ólíka einstaklinga og stundum er merkingin misskilin — og sárindi hljótast af.“
Já, unglingar vanmeta oft í barnaskap sínum það tilfinningatjón sem þeir geta valdið öðrum með daðri sínu. Hann er viturlegur orðskviðurinn sem segir: „Eins og óður maður, sem kastar tundurörvum, banvænum skeytum, eins er sá maður, er svikið hefir náunga sinn og segir síðan: ‚Ég var bara að gjöra að gamni mínu.‘“ (Orðskviðirnir 26:18, 19) Það vald að geta haft áhrif á tilfinningar annarra er lífshættulegt og því verður að beita varlega og með ábyrgum hætti eins og hverju öðru valdi.
Daður er blekkjandi, kærleikslaust og oft grimmilegt. Það getur spillt mannlegum samskiptum sem gætu að öðrum kosti verið heilnæm og ánægjuleg. Það getur auvirt þig í augum annarra. Það sem verra er, það getur leitt til ótímabærs ástarsambands og jafnvel siðleysis! Biblían spyr aðvarandi: „Getur nokkur borið svo eld í barmi sínum, að föt hans sviðni ekki?“ —‚Ég vil að öðrum geðjist vel að mér‘
Það er einungis eðlilegt að langa til að vera vel liðinn af öðrum. Svo kann að virðast sem hinir daðurgjörnu skemmti sér konunglega, að þeir sem kunna að vera töfrandi í framkomu eigi flesta vini. En eru það traustir vinir sem menn eignast með þeim hætti? Varla. Að vísu geðjast sumum líklega að daðraranum svo lengi sem hann beinir athygli sinni að þeim, en yfirleitt fá þeir óbeit á honum um leið og hann tekur að úthella athygli sinni yfir einhvern annan.
Það kemur ekki á óvart að samkvæmt skoðanakönnun meðal unglingsstúlkna skyldu 80 af hundraði telja „daðurgirni“ einskis virði í fari pilta. Eins og forn orðskviður segir: „Hinn grimmi kvelur sitt eigið hold.“ — Orðskviðirnir 11:17.
Heilnæmt samband pilta og stúlkna
Hinn gullni meðalvegur í samskiptum við hitt kynið er ekki alltaf auðfundinn. Unglingsstúlka, sem Kelly heitir, segist eiga „erfitt með að rata rétta leið milli þess að vera vingjarnleg og daðurgjörn.“ Hún bætir við: „Ég er afskaplega vingjarnleg.“
Það er ekkert rangt við það að að vera félagslyndur og óþvingaður í framkomu, og það er ekki nauðsynlegt að loka sig inni í skel eða vera kuldalegur í viðmóti. Sá sem getur átt uppbyggilegar og innihaldsríkar samræður við aðra á líklega auðvelt með að eignast vini. Auk þess eru minni líkur á að opinskáar samræður verði mistúlkaðar en laumulegar augnagotur eða feimisleg bros. En er ekki hætta á að aðrir dragi rangar ályktanir um þig ef þú ert vingjarnlegur aðeins við jafnaldra þína af hinu kyninu og lætur sem þú sjáir ekki aðra?
Leyndardómurinn er sá að ‚líta ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra‘ — óháð aldri eða kynferði. (Filippíbréfið 2:4) Forðastu þess konar tal, klæðnað, útlit eða atferli sem gæti verið talið eggjandi. (Samanber 1. Tímóteusarbréf 2:9.) Ef þú hefur á þér orð fyrir að sýna fólki almennt ósvikinn áhuga, þá er lítil hætta á að vingjarnleg framkoma af þinni hálfu verði misskilin sem svo að þú sért að gefa einhverjum undir fótinn. Með orðum þínum og athöfnum getur þú sent skýran boðskap: ‚Ég er engin daðurtuðra!‘
[Neðanmáls]
a Sjá „Am I Ready to Date?“, 29. kafla bókarinnar Questions Young People Ask—Answers That Work, útgefin af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc.
[Mynd á blaðsíðu 14]
Sýndu öllum ósvikinn áhuga — óháð aldrei þeirra eða kynferði.