Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Ég er honum augu og hann er mér fætur“

„Ég er honum augu og hann er mér fætur“

„Ég er honum augu og hann er mér fætur“

JOSÉ Luis Escobar og Artemio Duran þjóna sem öldungar í einum hinna kristnu safnaða votta Jehóva í Mexíkó. José Luis er blindur og Armetio getur ekki gengið.

José Luis hafði gaman af hnefaleikum er hann var 16 ára. Dag einn var honum boðið að koma fram sem staðgengill atvinnuhnefaleikara í keppni. Þegar kom fram í fjórðu lotu höfðu báðir keppendurnir barið hvorn annan svo til óbóta að keppnin var stöðvuð. José Luis var dæmdur sigurinn en höggin, sem hann hafði hlotið, ollu því að hann missti sjónina.

José Luis gekk frá einum lækni til annars og leitaði einnig til andamiðla en enginn gat hjálpað honum. Í örvæntingu reyndi hann nokkrum sinnum að svipta sig lífi. Síðar komust vottar Jehóva í samband við hann, hann kynntist sannindum Biblíunnar og vígði loks líf sitt Jehóva Guði. Hann lét skírast í ágúst 1974.

Artemio lenti hins vegar í alvarlegu bílslysi árið 1981. Það átti sér stað meðan hann bjó og vann sem ólöglegur innflytjandi í Bandaríkjunum. Fulltrúar ýmissa trúfélaga heimsóttu hann á spítalann og sögðu honum að Guð væri að refsa honum fyrir rangt líferni. Vottar Jehóva komust líka síðar í samband við Artemio. Hann nam Biblíuna, gerði nauðsynlegar breytingar í lífi sínu og lét skírast í maí 1984.

Núna eru þessir tveir menn félagar í sama kristna söfnuðinum. Þeir fylgjast á reglulegum grundvelli að í þjónustunni hús úr húsi, heimsækja aftur þá sem sýna áhuga og fara saman í heimsóknir til safnaðarmeðlima til að styrkja þá andlega. José Luis ýtir hjólastólnum en Artemio leiðbeinir honum um hvert hann skuli fara. Artemio talar um þá sem eina heild: „Ég er honum augu og hann er mér fætur.“