Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvers vegna ættir þú að breyta þér?

Hvers vegna ættir þú að breyta þér?

Hvers vegna ættir þú að breyta þér?

FÆSTIR vilja viðurkenna að þeir hafi áberandi veikleika. Það er mikill sannleikur í eftirfarandi ljóðlínu eftir skoska ljóðskáldið Robert Burns: „Ó, að einhver máttur gæfi okkur að sjá okkur eins og aðrir sjá okkur“! Já, við eigum auðvelt með að koma auga á galla annarra og erum oft fljót til að gefa þeim ráð um það hvernig þeir geti bætt sig. Hins vegar tökum við kannski óstinnt upp sérhverja ábendingu um að við þurfum sjálf að bæta okkur. Myndir þú móðgast við slíka ábendingu?

Við skulum staldra við um stund og ímynda okkur fullkominn heim þar sem allir eru hreinir, heilbrigðir, hamingjusamir og heiðarlegir, þar sem jafnvel ráðamenn eru vingjarnlegir, tillitssamir og áhugasamir um að gera öðrum gott, þar sem ágirnd er ekki til og enginn misnotar sér náungann, þar sem börnin eru hlýðin elskuríkum og umhyggjusömum foreldrum, þar sem enginn missir stjórn á skapi sínu — þar er ekkert ofbeldi, engir glæpir, ekkert siðleysi, þar sem fólk treystir hvert öðru og er viðmótsgott að eðlisfari, þar sem hægt er að njóta lífsins og finna til öryggis og vellíðunar.

Finnst þér að þú myndir falla inn í fullkomið umhverfi sem þetta, ef það gæti einhvern tíma orðið að veruleika? Biblían flytur þær góðu fregnir að slíkur heimur á næsta leiti hér á jörð. Sú spurning skiptir því miklu máli núna hvort þú hafir einhver hegðunareinkenni sem myndu gera þig óhæfan til að falla inn í slíkt unaðslegt samfélag. Hversu mikið væri á sig leggjandi, að þínu mati, til að reyna að vera hæfur til að lifa í slíkri paradís? — Jesaja 65:17-25; 2. Pétursbréf 3:13.

En gætir þú bætt líf þitt nú þegar, áður en slíkur nýr heimur gengur í garð, ef þú gerðir eitthvað í sambandi við hátterni þitt og viðhorf? Slíkt er hægt að gera. Mundu að sérstök áhrif mótuðu atferli þitt í upphafi, þannig að þú getur mótað það upp á nýtt ef þú hefur áhuga á því og tekur á þeim áhrifum.

Þú andæfir kannski: ‚En get ég breytt mér í raun og veru? Ég hef gert margar árangurslausar tilraunir til þess. Ég er bara eins og ég er og það er tilgangslaust fyrir mig að reyna að breyta því.‘

Líttu á Pál sem var postuli Jesú Krists. (Rómverjabréfið 7:18-21) Páll breyttist úr ofbeldisfullum, sjálfréttlátum andstæðingi kristninnar og gerðist kristinn sjálfur. Hann breytti sér af því að hann vildi það í alvöru. Hann gafst ekki upp þrátt fyrir afturkippi eða arfgeng áhrif. Hann áleit ekki að hinn gamli persónuleiki væri óbreytanlegur. Það kostaði hann mikil átök að breyta sér en hann fékk líka mikla hjálp til þess. — Galatabréfið 1:13-16.

Hvaðan fékk hann hjálp?

[Innskot á blaðsíðu 21]

Biblían lofar nýjum, fullkomnum heimi þar sem hægt verður að njóta lífsins og finna til öryggis og vellíðunar.