Besta hjálpin er fáanleg!
Besta hjálpin er fáanleg!
FYRIR kristinn mann getur spurningin um læknismeðferð og umönnun dauðvona sjúklinga vakið aðrar alvarlegar spurningar, svo sem þessar:
Væri það óbiblíulegt að gera ekki allt sem hægt er til að viðhalda lífi? Og ef það er siðferðilega viðeigandi að leyfa manni að deyja án þess að gera allt sem hægt er til að lengja líf hans, hvað þá um líknardráp — það að binda með yfirvegaðri aðgerð enda á kvalir sjúklings með því að stytta honum aldur?
Þetta eru þýðingarmiklar spurningar nú á tímum. Sem betur fer er hægt að finna svör við þeim.
Innblásinn biblíuritari sagði: „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.“ (Sálmur 46:2) Það á einnig við um okkur er við ígrundum þetta málefni. Frá Jehóva Guði getum við fengið bestu hjálpina því að hann býr yfir meiri reynslu en nokkur annar. Hann hefur virt fyrir sér ævi milljarða manna. Hann veit — betur en nokkur læknir, siðfræðingur eða lögfræðingur — hvað er okkur fyrir bestu. Við skulum því kanna hvaða hjálp okkur stendur til boða frá honum. — Sálmur 25:4, 5; Hebreabréfið 4:16.
Rétt afstaða til lífsins
Gott er að gera sér grein fyrir því að það grundvallarviðhorf að viðhalda lífi hvað sem það kostar er ekki aðeins viðhorf tæknimenntaðra lækna. Það er eðlileg afleiðing þeirrar veraldlegu heimspeki sem nú ræður ríkjum. Hvernig þá? Nú, ef núverandi líf er allt og sumt, þá gæti svo virst sem okkur bæri að varðveita það hvað sem það kostar undir öllum kringumstæðum. En þessi veraldlega heimspeki hefur stundum leitt menn út í tæknimartröð þar sem „lífinu“ er haldið í meðvitundarlausu fólki með hjálp véla svo árum skiptir.
Á hinn bóginn ber að nefna þá sem trúa á ódauðleika mannssálarinnar. Heimspeki þeirra er á þá lund að þetta líf sé einungis viðkomustaður á veginum til einhvers betra. Platón, einn upphafsmanna þessarar heimspeki, sagði:
„Annaðhvort er dauðinn tilveruleysi og algert meðvitundarleysi eða, eins og menn segja, breyting þar sem sálin flyst frá þessum heimi til annars. . . . Ef dauðinn er ferðalag til annars heims, . . . hvaða gæði, kæru vinir og dómarar, gætu verið meiri en þau?“
Sá sem aðhyllist slíka trú gæti litið á dauðann sem vin er taka beri tveim höndum og ef til vill flýta. En Biblían kennir að lífið sé heilagt í augum Jehóva. „Hjá þér er uppspretta lífsins.“ (Sálmur 36:10) Getur sannkristinn maður þá fallist á líknardráp?
Sumir telja að Biblían komi inn á þetta málefni í tengslum við Sál konung er hann var helsærður og bað skjaldsvein sinn að drepa sig. Þeir hafa litið á þetta sem eins konar líknardráp, viljaverk til að flýta dauða deyjandi manns. Amalekíti fullyrti síðar að hann hefði gert eins og Sál bað, það er að segja drepið hann. En var litið svo á að Amalekítinn hefði gert góðverk með því að binda enda á þjáningar Sáls? Alls ekki. Davíð, smurður konungur Jehóva, fyrirskipaði að Amalekítinn skyldi líflátinn fyrir blóðskuld sína. (1. Samúelsbók 31:3, 4; 2. Samúelsbók 1:2-16) Þessi atburður biblíusögunnar réttlætir því engan veginn að kristinn maður eigi nokkra aðild að líknardrápi. a
Ber þá að skilja það svo að kristinn maður verði að gera allt sem er tæknilega mögulegt til 1. Korintubréf 15:26) Enn fremur kennir hún að dauðinn sé hvorki kvöl né alsæla heldur eins og djúpur svefn. (Jobsbók 3:11, 13; Prédikarinn 9:5, 10; Jóhannes 11:11-14; Postulasagan 7:60) Framtíðarlífsvon hinna dánu er að öllu leyti komin undir mætti Guðs til að reisa þá upp fyrir milligöngu Jesú Krists. (Jóhannes 6:39, 40) Guð hefur því veitt okkur þessa verðmætu vitneskju: Við ættum hvorki að þrá dauðann né vera skylt að grípa til örþrifaráða í þeim tilgangi að lengja dauðastríðið.
að lengja líf sem er nánast á enda? Ber okkur að lengja dauðastríðið eins og frekast er kostur? Ritningin kennir að dauðinn sé ekki vinur mannsins heldur óvinur. (Kristnar lífsreglur
Hvaða lífsreglum ætti kristinn maður að fylgja ef einhver ástvinur hans er haldinn banvænum sjúkdómi?
Í fyrsta lagi verðum við að gera okkur grein fyrir að aðstæður tveggja dauðvona sjúklinga eru alltaf ólíkar, gerólíkar, og það er engar reglur hægt að setja sem ná yfir öll tilfelli. Enn fremur ætti kristinn maður að taka fullt tillit til landslaga í slíku tilviki. (Matteus 22:21) Höfum einnig hugfast að kærleiksríkur kristinn maður myndi aldrei standa á móti góðri læknismeðferð.
Einungis eftir að staðfest hefur verið umfram allan vafa að um banvænan, ólæknandi sjúkdóm sé að ræða má ígrunda það hvort hætt skuli meðferð er miðar að því að lengja líf sjúklingsins. Í slíku tilviki er engin biblíuleg ástæða til að krefjast þess að beitt sé lækningatækni sem myndi einungis draga langt gengið dánarferli á langinn.
Við aðstæður sem þessar getur þurft að taka afar erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir. Hvernig eigum við til dæmis að vita hvenær staðan er vonlaus? Þótt aldrei sé hægt að vera algerlega viss í sinni sök þarf að sýna góða dómgreind og leita faglegra ráða. Læknatímarit ráðleggur læknum eftirfarandi:
„Ef ekki er samkomulag um sjúkdómsgreiningu eða horfur eða hvort tveggja, þá ber að halda áfram meðferð til að halda sjúklingnum á lífi uns náðst hefur þokkalegt samkomulag. Séu gerðar ósanngjarnar kröfur um vissu fyrir því að sjúklingurinn sé dauðvona getur það hins vegar bundið hendur læknisins hvaða varðar meðferð tilfella er telja má vonlaus. Ekki má líta á sjaldgæft tilfelli af svipuðu tagi, þar sem sjúklingur lifði, sem rök fyrir því að halda áfram herskárri meðferð. Tölfræðilega
hverfandi batamöguleiki á ekki að vera þyngri á metunum en skynsamlegar væntingar um batahorfur sem ættu að ráða ákvörðunum um meðferð.“Í erfiðri aðstöðu af þessu tagi getur kristinn maður, hvort heldur hann er sjúklingur eða ættingi sjúklings, réttilega vænst einhverrar hjálpar frá lækni sínum. Í grein læknatímaritsins segir áfram: „Að minnsta kosti er ósanngjarnt einfaldlega að láta í té ógrynni læknisfræðilegra upplýsinga og valkosta og skilja sjúklinginn ráðvilltan eftir, án frekari leiðbeininga um fyrirsjáanlegar afleiðingar meðferðar eða meðferðarleysis.“
Kristnir safnaðaröldungar, sem eru þroskaðir þjónar orðsins, geta líka orðið að miklu liði. Að sjálfsögðu verður sjúklingurinn og nánustu ættingjar hans að taka sína eigin, öfgalausu ákvörðun í slíku máli þar sem tilfinningar hafa veruleg áhrif.
Að lokum er rétt að íhuga eftirfarandi: Kristnum mönnum er mikið í mun að halda sér lifandi til að geta þjónað Guði. Þeir gera sér þó ljóst að í núverandi heimskerfi erum við öll deyjandi; í þeim skilningi erum við öll haldin banvænum sjúkdómi. Það er einungis vegna lausnarblóðs Jesú Krists að við eigum von um að það breytist. — Efesusbréfið 1:7.
Þótt við missum ástvin í dauðann, svo sorglegt sem það er, þurfum við samt sem áður ekki að kveljast og syrgja „eins og hinir, sem ekki hafa von.“ (1. Þessaloníkubréf 4:13) Þess í stað getum við leitað hughreystingar í því að við gerðum allt sem eðlilegt var að ætlast til af okkur fyrir sjúkan ástvin okkar og að hver sú læknishjálp, sem veitt var, var í besta lagi tímabundin hjálp. Við þekkjum þó hið gleðilega fyrirheit hans sem mun frelsa okkur undan öllum slíkum vandamálum þegar ‚síðasti óvinurinn, dauðinn, verður að engu gerður.‘ — 1. Korintubréf 15:26.
Já, besta hjálp deyjandi manns kemur endanlega frá Guði sem gaf fyrstu mönnunum lífið og heitir upprisu þeim sem iðka trú á hann og son hans, Jesú Krist. — Jóhannes 3:16; 5:28, 29.
[Neðanmáls]
a Nánari upplýsingar um líknardráp er að finna í Vaknið! (enskri útgáfu) þann 8. mars 1978, bls. 4-7 og Varðturninum 1. september 1976, bls. 213-15.
[Mynd á blaðsíðu 18]
Má skilja frásöguna af dauða Sáls á þann veg að Biblían leggi blessun sína yfir líknardráp?