Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Frá lesendum

Frá lesendum

Frá lesendum

Skilnaðarbörn Ég hef verið skilinn að borði og sæng frá konu minni í þrjú ár og sakna barnanna minna ákaflega. En það eru börnin sem þjást og við foreldrar ættum að hugsa meira um það. Hefði ég lesið greinaröðina „Hjálp handa skilnaðarbörnum“ (apríl-júní 1991) meðan við vorum enn saman er ég viss um að ég hefði hugsað mig um tvisvar áður en við slitum samvistum.

S.C.M.F., Brasilíu

Hjálp handa dauðvona fólki Ég þakka fyrir greinarnar um „Hjálp handa dauðvona fólki.“ (janúar-mars 1992) Systir mín fékk heilaæxli og læknirinn sagði okkur að þeir gætu annaðhvort lengt líf hennar [með því að beita óvenjulegum aðferðum] eða látið sjúkdóminn ganga sinn gang. Það var erfið ákvörðun hvað gera skyldi en við völdum að lokum síðari kostinn. Eftir dauða hennar fékk ég hins vegar á tilfinninguna að við hefðum syndgað. Það var mér því mikill léttir að lesa greinarnar. Kærar þakkir fyrir að veita okkur hjálp og hughreystingu á réttum tíma!

A.L.M.A., Brasilíu

Þakka ykkur fyrir greinarnar um „Hjálp handa dauðvona fólki.“ Þær komu nákvæmlega á réttum tíma. Ég er hjúkrunarkona og er daglega í návist dauðvona fólks. Sem kristin kona hef ég lengi velt fyrir mér hvort það væri nauðsynlegt að berjast gegn dauðanum með öllum tiltækum ráðum. Greinarnar hjálpuðu mér að skilja viðhorf Guðs til málsins.

C.C., Ítalíu.

Fjölskyldur — eflið tengslin Okkur langaði til að koma á framfæri þökkum okkar fyrir frábærlega vel skrifaðar greinar undir stefinu „Fjölskyldur — eflið tengslin áður en það er um seinan.“ (október-desember 1991) Við höfum nýlega eignast yndislegan dreng og höfðum mikla ánægju af persónulegum athugasemdum um barnauppeldi frá foreldrum víða um heim. Við vonum og biðjum að við getum líka alið son okkar upp í ‚aga og umvöndun Jehóva.‘ — Efesusbréfið 6:4.

R.S. og J.L.S., Bandaríkjunum

Áður en ég giftist vann ég sem bókhaldari og hafði mikla ánægju af starfi mínu. Eftir að ég eignaðist börn ákvað ég að hætta að vinna úti og vera hjá börnunum. Stundum hefur mér samt fundist ég einskis nýt og langað til að fara aftur út að vinna. Lestur greinarinnar frá ykkur vakti með mér nýja ábyrgðarkennd gagnvart börnum mínum.

S.M., Bandaríkjunum

Allt fullt af dóti Þúsund þakkir fyrir skemmtilega grein sem hét „Þegar allt fyllist af dóti.“ (október-desember 1991) Þau 12 ár, sem ég hef verið gift, hef ég átt í sífelldri baráttu við troðfulla skápa sem aldrei var hægt að finna nokkurn skapaðan hlut í! (Ég hafði alls konar ástæður til að geyma hluti.) Eftir að hafa lesið greinina tókst mér að hlaða upp myndarlegum haugi af pokum sem voru fullir af rusli. Ég hef sjaldan séð skápana mína brosa jafnfallega til mín. Ég ætla að líma greinina upp í skápnum mínum, þar sem hún blasir við mér, til að koma í veg fyrir að hann verði nokkurn tíma aftur að ruslahrúgu!

L.W., Hollandi

Fjárhættuspil Kærar þakkir fyrir greinina „Ungt fólk spyr . . . Er það í alvöru svo slæmt að spila upp á peninga?“ (janúar-mars 1992) Það er mjög vinsælt í skólanum okkar að spila upp á peninga. Í einu fjárhættuspilinu hlýtur sigurvegarinn 20 jen; sumir bekkjarfélaga minna koma með 2000 jen í skólann! Mér var einu sinni boðið að vera með. Ég fór að velta fyrir mér hvort það væri í raun og veru svo slæmt að spila fjárhættuspil, þannig að ég freistaðist til þess að reyna það aðeins einu sinni. En eftir að hafa lesið greinina geri ég mér ljóst að það er ekki gott að spila fjárhættuspil og að mann getur langað til að gera það aftur og aftur ef maður prófar það einu sinni.

N.N., Japan