Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Viðburðarík vika

Viðburðarík vika

Viðburðarík vika

HEIMINUM var brugðið mánudaginn 19. ágúst 1991 er valdarán var framið í Sovétríkjunum og Mikhail Gorbatsjov forseti hnepptur í stofufangelsi á Krím. Skammt þar frá, í hinni fögru borg Odessa, var verið að leggja síðustu hönd á undirbúning móts votta Jehóva þar í borg sem standa átti eina helgi. Því miður felldu yfirvöld á staðnum niður leyfi til mótshaldsins í Odessa.

Vottarnir gáfust þó ekki upp. Þeir héldu áfram undirbúningi mótsins og lögðu fast að embættismanni í borginni að gera allt sem hann gæti til að fá ákvörðuninni breytt. Fulltrúum votta Jehóva var sagt að koma aftur fimmtudaginn 22. ágúst. Síðdegis þann dag, eftir fund með borgarstjórn, var vottunum afhent skriflegt leyfi til að halda mótið og óskað alls hins besta. Forsprakkar valdaránsins í Moskvu höfðu neyðst til að gefast upp sama dag!

Atburðarásin var hröð, og það var stórkostlegt að sjá yfir 12.000 manns safnast saman þessa helgi! Þann 27. ágúst, tveim dögum eftir mótið í Odessa, heimsóttu fulltrúar votta Jehóva V. K. Simonenko, forseta framkvæmdanefndar Odessaborgar, þökkuðu honum fyrir að leyfa mótið og færðu honum að gjöf eintak af nýju bókinni Mesta mikilmenni sem lifað hefur á rússnesku.

Simonenko þakkaði gjöfina og sagði: „Ég var ekki viðstaddur mótið en ég veit um allt sem þar fór fram. Ég veit ekki um neitt sem hefur tekið þessu fram allt frá því að Odessa varð til . . . Ég heiti því að hvenær sem þið óskið leyfis til að halda samkomur ykkar muni ég alltaf vera fús til að veita það.“

[Tafla á bls. 32]

MÓT Í SOVÉTRÍKJUNUM 1991

Dagsetning Borg Hámarksaðsókn Skírðir

13. og 14. júlí Tallin, Eistlandi 4.808 447

20. og 21 júlí Usolje-Síbirskoje, 4.205 543

Síberíu

2. og 3. ágúst Kíev, Úkraínu 14.654 1.843

3. og 4. ágúst Lvov, Úkraínu 17.531 1.316

24. og 25. ágúst Odessa, Úkraínu 12.115 1.943

31. ágúst – Tsjernovtsí, 14.137 1.126

1. september Úkraínu

7. og 8. september Alma-Ata, 6.802 602

Kasakstan

74.252 7.820