Vottar Jehóva ‚dregnir fyrir dómstóla‘
Vottar Jehóva ‚dregnir fyrir dómstóla‘
KRISTNIN hefur mætt mótlæti allt frá öndverðu. Í leiðbeiningum til lærisveina sinna aðvaraði Jesús: „Varið yður á mönnunum. Þeir munu draga yður fyrir dómstóla og húðstrýkja yður í samkundum sínum. Þér munuð leiddir fyrir landshöfðingja og konunga mín vegna þeim og heiðingjunum til vitnisburðar.“ (Matteus 10:17, 18) Nú á dögum birtist andstaða gegn Guðsríki með lúmskari hætti í flestum löndum heims en sú hatramma ofsóknaralda sem skall á skömmu eftir aftöku Jesú. Í hinum flókna heimi, sem við búum í, láta andstæðingar sér ekki nægja að vinna einungis gegn prédikun fagnaðarerindisins um ríkið.
Forræðismál
Vottar Jehóva hafa í vaxandi mæli verið dregnir fyrir dómstóla í tengslum við forræðismál barna. Í Austurríki, Bandaríkjunum, Belgíu, Frakklandi, Kanada, Noregi og víðar hefur lítill hópur andstæðinga reynt að gera trúna að úrslitaatriði í forræðismálum þegar það hjóna, sem ekki er í trúnni, skilur við maka sinn sem er trúfastur vottur Jehóva. Sumir foreldrar, sem eru vottar, hafa misst forræði barna sinna fyrir þá sök eina að þeir eru vottar.
Bandarísk kona, sem er vottur, missti forræði þriggja ára sonar síns og var meira að segja bannað að minnast á trú þegar hún neytti umgengnisréttar síns. Lögfræðideild Varðturnsfélagsins áfrýjaði þessum úrskurði og tapaði málinu fyrir áfrýjunarrétti. Málinu var þá áfrýjað til hæstaréttar Ohioríkis. Sem betur fer var úrskurður hæstaréttar þann 15. apríl 1992 hliðhollur persónufrelsi vottsins. Ellefu blaðsíðna álit hæstaréttar var hörð gagnrýni á hinn svokalla sérfræðing sem kallaður hafði verið til vitnis en var í raun brottrækur maður er sagðist vera sálfræðingur. Í áliti hæstaréttar sagði að hann hafi „borið vitni út frá ritgerð sem hann hafði sjálfur samið um að geðsjúkdómar væru algengari meðal votta Jehóva en almennt í þjóðfélaginu. Þessi vitnisburður var óskammfeilin tilraun til að gefa staðnaða mynd af heilum trúarsöfnuði. . . . Þessar tölfræðiupplýsingar eru marklausar einar sér.“
Hæstiréttur fyrirskipaði ný réttarhöld í málinu og sagði í áliti sínu: „Ekki er heimilt að neita foreldri um forræði á þeim grundvelli einum að það muni ekki hvetja barn sitt til að heilsa fánanum, halda hátíðisdaga eða taka þátt í skólastarfi utan námsskrár. Við ógildum úrskurð undirréttar um forræði og umgengnisrétt þar eð hann er með röngu byggður á trúarskoðunum [foreldrisins].“ Móðirin gat þar af leiðandi haft son sinn sér við hlið í Ríkissalnum er hún var viðstödd minningarhátíðina um dauða Krists þann 17. apríl sl.
Lögfræðideild útibús Varðturnsfélagsins í Kanada er með tvö lík mál til meðferðar sem bíða úrskurðar hæstaréttar Kanada. Útibú Félagsins í Austurríki átti þátt í málarekstri fyrir Mannréttindadómstóli Evrópuráðsins og
vann þar markverðan sigur. Enn fremur hafa útibú Félagsins í Belgíu, Frakklandi og Noregi nýlega skýrt frá sigrum í forræðismálum þar sem reynt var að nota trúna til að svipta foreldra forræði barna sinna. Í öllum tilvikum hefur það orðið til vitnisburðar, eins og Jesús sagði, ekki aðeins fyrir réttinum og lögfræðingunum heldur líka heilum þjóðum vegna þeirrar umfjöllunar sem málin hafa fengið í fjölmiðlum.Deilan um blóðið
Annað mál, sem andstæðingar nota stundum í baráttu sinni gegn vottunum, er deilan um blóðið. Þrátt fyrir nýunna sigra í þágu trúfrelsis og persónufrelsis votta Jehóva við hæstarétt Flórída, Illinois, Massachusetts og New York, og þrátt fyrir þrotlaust starf Upplýsingaþjónustu Félagsins um spítalamál og hinna mörgu spítalasamskiptanefnda út um gervöll Bandaríkin, stingur þetta deilumál alltaf upp ófögrum kollinum aftur og aftur. En slík mál verða starfsmönnum heilbrigðisþjónustunnar til vitnisburðar og sumir spítalar eru farnir að reyna að bera fljótt og greinilega kennsl á sjúklinga sem eru vottar Jehóva.
Japönsk kona, sem er vottur Jehóva, fékk afstöðu sína til blóðsins virta við réttarhöld sem fram fóru í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hún var með slagæðargúlp við heilann og meðvitundarlaus. Rétt útfyllt yfirlýsing hennar um læknismeðferð (blóðkortið) og vitnisburður barnalæknis, sem hafði spurt hana spjörunum úr um deiluna um blóðið þegar hún í starfi sínu hús úr húsi hitti hann, nægði til að sannfæra dómarann um að þessi meðvitundarlausa kona vildi ekki láta gefa sér blóð undir nokkrum kringumstæðum.
Lögfræðideild Varðturnsfélagsins áfrýjaði til hæstaréttar New York máli frá Long Island þar sem kona (vottur Jehóva) var bundin og gefið blóð meðan eiginmaður hennar var fjarlægður í handjárnum. Hæstiréttur staðfesti persónuréttindi votta Jehóva og málinu er nú haldið áfram sem einkamáli. Stutt er í að mál 16 ára drengs og móður hans verði tekið fyrir hjá alríkisdómstóli í Atlanta. Drengurinn var bundinn og gefið blóð í átta klukkustundir. Réttarhöldin, þar sem þessi meðferð var heimiluð, fóru fram á spítalanum án þess að drengnum eða móður hans væri gert viðvart. Fjölmörg önnur mál bíða meðferðar hjá áfrýjunardómstólum og daglega koma upp ný mál. Oft vinnst sigur en baráttan fyrir mannréttindum er hvergi nærri unnin. Vottar Jehóva treysta því að Jehóva Guð muni sanna réttmæti laga sinna í þessu máli þegar þar að kemur.
Frá 1943 hafa vottar Jehóva í Bandaríkjunum sjaldan verið dregnir fyrir dómstóla vegna prédikunar fagnaðarerindisins. Eigi að síður fær Varðturnsfélagið tugi símtala og bréfa í viku hverri frá öldungaráðum þar sem beðið er um aðstoð vegna vandamála sem upp koma í opinberu prédikunarstarfi votta Jehóva. Einu máli, sem kom upp í Washingtonríki, lauk með skoplegum hætti. Æfur landeigandi lokaði bifreið með hópi votta inni á umgirtri landareign sinni og kallaði svo á lögregluna. Sökum reiðiópa hans og ofbeldishótana ákváðu vottarnir að bíða rólegir í bílnum. Þegar lögreglubíllinn renndi í hlað þökkuðu lögreglumennirnir vottunum fyrir í stað þess að handtaka þá fyrir að vera þar í heimildarleysi. Þannig var mál með vexti að lögregluna grunaði að landeigandinn væri strokufangi en hafði ekki getað farið inn á land hans til að sanna það. Núna, er hafði hann sjálfur boðið lögreglunni inn á landareign sína, gat hún gengið úr skugga um að hann væri sá sem hún hélt hann vera og var hann fluttur í fangelsi ásamt sambýliskonu sinni en vottarnir héldu áfram að prédika og kenna.
5. Mósebók 7:22) Nútímaþjónar Jehóva efla og verja réttindi sín á svipaðan hátt; þeir vinna smám saman á. En hvort sem þjónar Jehóva vinna eða tapa er eitt víst: Hvenær sem þeir eru dregnir fyrir landstjóra, konunga, dómstóla eða hvern sem er reynist það vitnisburður fyrir þeim og þjóðunum.
Allt bendir til að fleiri bardagar verði háðir fyrir dómstólum varðandi málefni Guðsríkis. Varðturnsfélagið kann að meta áhuga, áhyggjur og bænir hinna mörgu votta um heim allan sem biðja um leiðsögn og handleiðslu Jehóva í þeim flóknu lagadeilum sem upp koma í tengslum við starf Guðsríkis nú á dögum. Jehóva sagði Ísraelsmönnum að þeir myndu ekki leggja allt fyrirheitna landið undir sig í einu heldur myndu þeir gera það „smám saman.“ (Í náinni framtíð mun Jehóva upphefja sig algerlega, ekki aðeins í deilunni um blóðið og forræði barna heldur líka í lagadeilunni um drottinvald sitt. Þá munu þjónar hans búa við frið fyrir öllum andstæðingum sínum og njóta stórkostlegrar gleði undir stjórn Guðsríkis — vegna þess að Jehóva elskar réttlætið. — Sálmur 37:28.
[Innskot á blaðsíðu 12]
Drengurinn var bundinn og gefið blóð í átta klukkustundir.