Samsett tákn í mörgum þáttum
Samsett tákn í mörgum þáttum
Heimsendir — hve nálægur?
INDVERSK dæmisaga segir að sex blindir menn frá Hindústan hafi farið að skoða fíl. Sá fyrsti snerti síðu hans og sagði: „Nú er ég hissa, fíllinn er eins og veggur!“ Sá næsti snerti aðra skögultönnina og sagði: „Fíllinn er einna líkastur spjóti!“ Sá þriðji snerti ranann og sagði: „Fíllinn er nauðalíkur snáki!“ Sá fjórði rétti út höndina og þreifaði á einu hnénu og sagði: „Það er augljóst að fíllinn líkist tré!“ Sá fimmti snerti eyrað og sagði: „Þessi undursamlegi fíll er mjög líkur blævæng!“ Sá sjötti greip í hala fílsins og sagði: „Mér finnst fíllinn líkjast reipi!“ Blindu mennirnir sex þráttuðu ákaft og lengi um það hverju fíllinn líktist en enginn gat lýst honum rétt. Ófullnægjandi upplýsingar gáfu ófullnægjandi mynd.
Svipað vandamál kemur upp í sambandi við það að bera kennsl á táknið um endurkomu Krists. Lærisveinar Jesú spurðu hann: „Hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?“ Jesús svaraði: „Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verða landskjálftar miklir og drepsóttir og hungur á ýmsum stöðum.“ (Matteus 24:3; Lúkas 21:10, 11) En þegar vitnað er til þessara atburða sem sönnunar fyrir því að Kristur hafi komið aftur árið 1914 andmæla menn: „Það hafa nú alltaf verið stríð, hungur, drepsóttir og jarðskjálftar!“ Og það er alveg rétt.
Þótt þessi fáeinu atriði valdi þrengingum í áður óþekktum mæli þykja mörgum þau ekki fullnægjandi merki um endurkomu Krists; meira þarf til að táknið sé fullkomið og ótvírætt. Þegar yfirlýsingar um að heimsendir sé í nánd eru byggðar á ónógum rökum, þegar aðeins einn eða fáeinir þættir táknsins eru sýnilegir, þá eru gefnar út falskar viðvaranir. Allir þættir táknsins, sem Jesús sagði myndu einkenna endurkomu hans, þurfa að vera fyrir hendi, ekki aðeins einn eða fáeinir. Táknið, sem hann gaf um nærveru sína, var
samsett tákn og þættirnir nógu margir til að táknið yrði öruggt. Það var sambland nokkurra ólíkra atriða sem öll samanlög myndu valda því að ekki yrði um að villast.Sem dæmi um samsett tákn skulum við líta á táknið sem Biblían gaf til að menn gætu borið kennsl á Jesú sem Messías er hann kom í fyrra sinnið. Það fól í sér marga atburði tengda Messíasi sem sagt var frá í Hebresku ritningunum. Jesús hafði sagt lærisveinum sínum frá sumum þessara ritningargreina en þeir höfðu ekki skilið þýðingu þeirra. Lærisveinarnir vildu, eins og Gyðingar almennt, sjá Messías sem myndi kollvarpa Rómaveldi og ríkja yfir heiminum í félagi við þá. Þar af leiðandi voru þeir ráðvilltir og niðurbrotnir þegar hann dó. Eftir upprisu sína hitti Jesús þá og sagði: „‚Þessi er merking orða minna, sem ég talaði við yður, meðan ég var enn meðal yðar, að rætast ætti allt það, sem um mig er ritað í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum.‘ Síðan lauk hann upp huga þeirra, að þeir skildu ritningarnar.“ — Lúkas 24:44, 45.
Samkvæmt þýðingu Kingdom Interlinear Translation á versi 45 gerði Jesús þetta með því að „setja saman Ritningarnar“ úr hinum hebreska hluta Biblíunnar sem sagði fyrir atburði og aðstæður úr lífi hins fyrirheitna Messíasar sem koma átti, og stilla þeim upp ásamt þeim atburðum úr ævi Jesú sem höfðu uppfyllt þá. Síðar notaði Páll postuli þessa sömu aðferð þegar hann ‚lauk ritningunum upp fyrir mönnum og setti þeim fyrir sjónir‘ að Jesús væri Messías. (Postulasagan 17:3) Aftur er það Kingdom Interlinear Translation sem skýrir hvernig hann fór að og segir að hann hafi gert það með því að „opna rækilega og stilla upp samhliða“ messíasarspádómum Hebresku ritninganna og æviatburðum Jesú sem uppfylltu þá. Í rammanum á næstu síðu eru nefnd meginatriði þessara hebresku spádóma sem uppfylltust með atburðum í ævi Jesú og sönnuðu að hann væri hinn fyrirheitni Messías. Þetta er dæmi um hvað samsett tákn sé.
Hið samsetta tákn um nærveru Krists
Það er einmitt slíkt samsett tákn sem markar endurkomutíma Jesú eða réttara sagt nærveru hans. Gríska orðið parósía, sem margar biblíuþýðingar þýða „koma“ í Matteusi 24:3, merkir ekki komutíma hans heldur að hann sé þegar kominn og sé viðstaddur, nærverandi. Hvað Jesú varðar merkir það að hann sé ósýnilega nærverandi sem krýndur konungur Jehóva og ríki frá himnum. Það er í samræmi við orð Jesú í Jóhannesi 14:19: „Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar.“ Þar eð hann yrði ekki bókstaflega sýnilegur gaf hann tákn um endurkomu sína og ósýnilega nærveru sem ríkjandi konungur Jehóva.
Táknið sem hann gaf fólst ekki í aðeins einu atriði eða fáeinum. Þættirnir voru margir og áttu allir samanlagðir að vera samsett tákn, alveg eins og samsetta táknið við fyrri komu hans sem Messíasar. Þannig gefur hann ótvírætt tákn með mörgum þáttum eða atburðum um ósýnilega nærveru sína sem krýndur og ríkjandi konungur Jehóva á himnum, en vald hans og áhrif ná til þess sem gerist á jörðinni. Þegar lögð er áhersla á aðeins einn eða tvo þessara þátta en ekki alla hina mörgu sem mynda táknið, geta falskar viðvaranir hlotist af. Þá fer eins og fór fyrir blindu mönnunum sex frá Hindústan sem drógu rangar ályktanir af því að hver um sig þreifaði aðeins á einum líkamshluta fílsins.
Uppfylling þessa samsetta tákns, sem Jesús gaf, auk nokkurra fleiri atriða sem þrír postulanna töluðu um, hófst með eftirtektarverðum hætti frá og með 1914. Hér fylgir yfirlit yfir þessa ýmsu þætti og uppfyllingu þeirra.
„Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki.“ (Matteus 24:7) Fyrri heimsstyrjöldin hófst árið 1914 með þátttöku 28 þjóða. Fjórtán milljónir manna féllu. Síðari heimsstyrjöldin fylgdi í kjölfarið með aðild 59 þjóða og 50 milljónir manna féllu.
Lúkas 21:11) Eftir að fyrri heimsstyrjöldinni lauk lést um 21 milljón manna af völdum spænsku veikinnar. Síðan hafa hjartasjúkdómar, krabbamein, alnæmi og aðrar plágur drepið hundruð milljóna manna.
„Þá verða . . . drepsóttir . . . á ýmsum stöðum.“ („Þá verður hungur.“ (Matteus 24:7) Mesta hungursneyð mannkynssögunnar skall á eftir fyrri heimsstyrjöldina. Önnur hræðileg fylgdi í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar og núna er fimmtungur jarðarbúa vannærður. Árlega deyja um 14 milljónir barna af völdum vannæringar.
„Þá verða landskjálftar miklir.“ (Lúkas 21:11) Lítum á nokkra helstu jarðskjálftana eftir 1914. Árið 1915 á Ítalíu, 32.610 fórust; árið 1920 í Kína, 200.000 látnir; árið 1923 í Japan, 143.000 látnir; árið 1939 í Tyrklandi, 32.700 fórust; árið 1970 í Perú, 66.800 biðu bana; árið 1976 í Kína, 240.000 (sumir segja 800.000) dóu; árið 1988 í Armeníu, 25.000 látnir.
„Lögleysi magnast.“ (Matteus 24:12) Lögleysi hefur vaxið hömlulaust frá 1914. Núna er það eins og sprenging. Fyrirsagnir dagblaða og fréttatímar útvarps og sjónvarps segja frá morðum, nauðgunum, ránum og stríði milli óaldarflokka. Stjórnmálamenn svíkja almenning, unglingar bera byssur og drepa, skólabörn ræna hvert annað. Víða er mönnum ekki óhætta að ganga á götum úti jafnvel að degi til.
„Angist þjóða, ráðalausra . . . Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina.“ (Lúkas 21:25, 26) Glæpir, ofbeldi, fíkniefnaánauð, sundraðar fjölskyldur, öryggisleysi í fjármálum, atvinnuleysi — listinn er langur og lengist enn. Kunnur vísindamaður sagði: „Við munum nærast á ótta, sofa í ótta, lifa í ótta og deyja í ótta.“
„Á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir.“ (2. Tímóteusarbréf 3:1) Páll postuli talaði um fólk sem væri „búið að missa alla siðferðisvitund.“ (Efesusbréfið 4:19, NW) Hann fjallaði ítarlega um það siðferðishrun sem hann spáði fyrir ‚síðustu daga.‘ Lýsing hans hljóðar eins og fréttaútsending nú á tímum: „Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð. Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. Snú þér burt frá slíkum!“ — 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.
„Á hinum síðustu dögum munu koma spottarar.“ (2. Pétursbréf 3:3) Dagblöð, fréttaútsendingar, tímarit, bækur og kvikmyndir hæðast með fyrirlitningu að Biblíunni og hamra í staðinn á fríhyggjuáróðri sínum. Þau segja eins og Pétur spáði: „Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að frá því feðurnir sofnuðu stendur allt við sama eins og frá upphafi veraldar.“ — 2. Pétursbréf 3:4.
Lúkas 21:12) Allt frá 1914 hafa vottar Jehóva verið grimmilega handteknir, ranglega sakfelldir og sætt skrílsárásum. Þeir voru settir í fangabúðir Hitlers í þúsundatali þar sem þeir voru pyndaðir og margir drepnir, sumir grimmilega hálshöggnir. Í öðrum löndum, bæði einræðis- og lýðræðisríkjum, hefur vitnisburður þeirra um Jehóva og ríki hans verið bannaður og vottunum varpaði í fangelsi. Allt er þetta uppfylling orða Jesú um síðustu daga. — Matteus 5:11, 12; 24:9; Lúkas 21:12; 1. Pétursbréf 4:12, 13.
„Menn [munu] leggja hendur á yður, ofsækja yður.“ („Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina.“ (Matteus 24:14) Hvaða fagnaðarerindi? Fagnaðarerindið um að ríki Krists stjórni frá himnum, því að það var spurningin sem Jesús var spurður og var kveikjan að spádómi hans um hið samsetta tákn þessa atburðar. Vottar Jehóva hafa prédikað það frá 1914. Fjögur þúsund manns gerðu það árið 1919, yfir fjórar milljónir árið 1990 og einn mánuð árið 1992 voru þeir 4.472.787. Biblíuritum var dreift á um það bil 200 tungumálum í 229 löndum. Aldrei áður hefur þessi þáttur hins samsetta tákns uppfyllst.
„Eyða þeim, sem jörðina eyða.“ (Opinberunarbókin 11:18) Ágjarnir menn hafa alltaf verið reiðubúnir að eyða jörðina til að hagnast á því í eigingirni sinni, en þeir hafa aldrei haft möguleika á að gera það fyrr en nú á dögum. Núna, frá og með 1914, hefur nútímatækni fært þeim þennan mátt í hendur og þeir misnota sér hann. Þeir eru að eyða jörðina.
Við nefnum aðeins fáein af þeim hryðjuverkum sem hafa hlotist af: sýruregn, upphitun jarðar, göt í ósonlaginu, hættuleg jurta- og skordýraeitur, eiturefnahaugar, yfirfullir sorphaugar, geislvirkur úrgangur, olíuslys, óhreinsað skolp, dauð stöðuvötn, eyddir skógar, mengað grunnvatn, tegundir í útrýmingarhættu, heilsutjón á mönnum.
Vísindamaðurinn Barry Commoner segir: „Ég álít að áframhaldandi mengun jarðar muni smám saman, ef ekkert er að gert, gera þessa reikistjörnu óhæfa til að viðhalda mannlífi. . . . Vandinn felst ekki í því að vísindin viti ekki betur heldur í vísvitandi ágirnd.“ Bókin State of the World 1987 segir: „Umfang mannlegra athafna er byrjað að ógna sjálfri jörðinni sem byggilegum stað.“ Þáttaröð í bandarísku sjónvarpi árið 1990 bar þetta viðeigandi heiti: „Kapphlaupið um björgun jarðar.“
Þessir mörgu atburðir samanlagðir sem eitt tákn innan einnar kynslóðar geta varla verið nein tilviljun. Umfang þeirra er einnig lóð á vogarskálarnar. Og sumir þessara atburða, svo sem prédikun fagnaðarerindisins um allan heim og eyðing jarðar, hafa aldrei átt sér stað áður frá upphafi sköpunarinnar. Hið samsetta tákn um nærveru Krists Jesú er yfirgnæfandi.
„Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!“ — Markús 4:23.
[Rammi á blaðsíða 7]
Samsett sönnun um fyrri komu Jesú sem Messíasar
FÆDDUR í ættkvísl Júda (1. Mósebók 49:10); hataður, svikinn af einum postula sinna; hlutkesti varpað um klæði hans; gefið edik og gall; svívirtur á aftökustaurnum; engin bein brotin; sá ekki rotnun; reistur upp (Sálmur 69:5; 41:10; 22:19; 69:22; 22:8, 9; 34:21; 16:10); fæddur af mey; af ætt Davíðs; hneyklunarhella; hafnað; hljóður frammi fyrir ákærendum; tók á sig sjúkdóma; talinn með syndurum; fórnardauði; stunginn í síðuna; grafinn með ríkum (Jesaja 7:14; 11:10; 8:14, 15; 53:3; 53:7; 53:4; 53:12; 53:5; 53:9); kallaður frá Egyptalandi (Hósea 11:1); fæddur í Betlehem (Míka 5:1); boðinn konungdómur; reið asna; svikinn fyrir 30 silfurpeninga; fylgjendur tvístruðust. — Sakaría 9:9; 11:12; 13:7.
[Rammi á blaðsíða 8]
Samsett tákn um konunglega nærveru Jesú við síðari komu hans
HEIMSSTYRJALDIR; matvælaskortur; drepsóttir; jarðskjálftar (Matteus 24:7; Lúkas 21:10, 11; Opinberunarbókin 6:1-8); aukin lögleysa; menn svíkja og hata hver annan; óhlýðnir foreldrum; kærleikslausir; án sjálfsstjórnar; ósáttfúsir; fégráðugir; elska munaðarlífið meira en Guð; hafa yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti hennar; lastmálir; grimmir; ofsækja fylgjendur Krists; draga fylgjendur hans fyrir dómstóla og drepa þá (Matteus 24:9, 10, 12; Lúkas 21:12; 2. Tímóteusarbréf 3:1-5); hæðast að nærveru Jesú; segja að allt haldi áfram eins og frá upphafi sköpunarinnar (2. Pétursbréf 3:3, 4); eyðileggja umhverfi sitt á jörðinni. — Opinberunarbókin 11:18.