Hvernig get ég forðast alnæmissmit?
Ungt fólk spyr . . .
Hvernig get ég forðast alnæmissmit?
„ÉG ER reið yfir því að ég skyldi láta þetta koma fyrir,“ segir Kaye. „Með hegðun minni hef ég svipt sjálfa mig þeim valkostum sem ég hefði getað átt í framtíðinni.“ (Tímaritið Newsweek, 3. ágúst 1992) Átján ára gömul smitaðist Kaye af alnæmisveirunni.
Kaye er aðeins ein af yfir milljón ungmennum í Bandaríkjunum sem eru smituð hinni banvænu HIV-veiru — veirunni sem læknar segja að valdi hinu ógnvekjandi alnæmi. a Enginn veit í reyndinni nákvæmlega hve mörg ungmenni eru smituð, en ungt fólk er greinilega áhyggjufullt. Könnun sýndi að alnæmi er mesta áhyggjuefni breskra unglinga. Þrátt fyrir slíkar áhyggjur segja Bandarísku sóttvarnamiðstöðvarnar: „Margir unglingar halda áfram HIV-áhættuhegðun.“
Alnæmi er alltaf banvænt og það breiðist út um allan heim með farsóttarhraða. Hvernig getur þú verndað þig?
Alnæmi — staðreyndir og bábiljur
Í bæklingi frá Bandarísku sóttvarnamiðstöðvunum segir: „Maður smitast ekki bara ‚óvart‘ af HIV. Það er ekki hægt að ‚fá‘ slíkt smit eins og kvef eða flensu.“ Venjuleg, dagleg samskipti við alnæmissjúklinga virðist því ekki vera hættuleg. Þú þarft ekki að óttast að þú smitist af alnæmi einfaldlega við það að sitja hjá alnæmissmituðum bekkjarfélaga. Þar eð HIV-veiran berst ekki með loftinu þarftu ekki að óttast smit þótt alnæmissjúklingur hósti eða hnerri. Ættingjar alnæmissmitaðra hafa meira að segja deilt með þeim handklæðum, hnífapörum og jafnvel tannburstum án þess að smitast. b
Það stafar af því að hin banvæna veira heldur sig í blóði, sæðisvökva eða leggangaslími. Í flestum tilfellum smitast alnæmi því við kynmök — milli kynvillinga og milli karla og kvenna. c Mörg fórnarlömbin hafa smitast af sprautunálum, oft við fíkniefnaneyslu, sem einhver HIV-smitberi hafði notað. d Og þótt læknar fullyrði að rækileg skimun hafi „allt að því útilokað“ að alnæmi smitist með blóðgjöfum getur það samt gerst.
Allir, sem eiga kynmök fyrir hjónaband eða prófa að sprauta sig með fíkniefnum, taka
því verulega áhættu að smitast af alnæmi. Hugsanlegur rekkjunautur er kannski ekkert laslegur að sjá, en bæklingurinn Voluntary HIV Counseling and Testing: Facts, Issues, and Answers minnir á: „Það er ekki hægt að dæma um það af útliti fólks hvort það er HIV-smitað. Fólk getur verið smitað þótt það líti út fyrir og finnist það vera við hestaheilsu. Þar af leiðandi vita fæstir, sem eru HIV-smitaðir, af því.“„Hættulaust kynlíf“?
Heilbrigðisyfirvöld og kennarar hvetja því oft til þess að notaðir séu smokkar. e Í sjónvarpsauglýsingum, á veggspjöldum og í fyrirlestrum í skólum er prédikað að með þessari getnaðarvörn sé hægt að gera kynlíf „hættulaust“ — eða að minnsta kosti „hættuminna.“ Sumir skólar hafa jafnvel útbýtt smokkum meðal nemenda. Þessi áróður hefur komið fleiri unglingum en nokkru sinni fyrr til að nota þá.
En hversu hættulaust er „hættulaust kynlíf?“ Bæklingur frá bandaríska Rauða krossinum segir: „Smokkar geta dregið úr smitlíkum.“ En finnst þér þú óhultur ef þú aðeins ‚dregur úr líkunum‘ á að þú fáir sjúkdóm sem reynist alltaf banvænn? Bandarísku sóttvarnamiðstöðvarnar viðurkenna: „Sýnt hefur verið fram á að gúmmísmokkar stuðli að því að hindra HIV-smit og aðra samræðissjúkdóma . . . En þeir eru ekki alveg öruggir.“ Smokkar geta sprungið, rifnað eða runnið af við kynmök. Að sögn tímaritsins Time geta smokkar „brugðist í 10 til 15% tilfella“! Myndir þú taka slíka áhættu með líf þitt? Og til að bæta gráu ofan á svart notar innan við helmingur unglinga, sem stundar kynlíf, smokka.
Ráðlegging Orðskviðanna 22:3 er því viðeigandi: „Vitur maður sér ógæfuna og felur sig, en einfeldningarnir halda áfram og fá að kenna á því.“ Einhver besta leiðin til að forðast alnæmi er sú að halda sér algerlega frá fíkniefnaneyslu og siðlausu kynlífi. Hægara sagt en gert? Mörgum finnst það, einkum miðað við þann gífurlega þrýsting sem unglingar sæta.
Þrýstingurinn
Kynhvötin er sterk á „blómaskeiði æskunnar.“ (1. Korintubréf 7:36, NW) Við það má svo bæta áhrifum sjónvarps og kvikmynda. Samkvæmt sumum rannsóknum horfa táningar á sjónvarp í meira en fimm klukkustundir á degi hverjum — og stór hluti þess efnis er með kynlífsatriðum. En í ævintýraheimi sjónvarpsins hefur kynlíf engar afleiðingar. Í einni rannsókn á bandarísku sjónvarpsefni kom í ljós að „kynmök milli ógiftra karla og kvenna eru fjórfalt til áttfalt tíðari en milli giftra. Getnaðarvarnir er næstum aldrei nefndar eða notaðar, en konur verða sjaldan barnshafandi; karlar og konur smitast sjaldan af kynsjúkdómum, nema þá vændiskonur eða kynvillingar.“ — Center for Population Options.
Geta stórir skammtar af slíku sjónvarpsefni í alvöru haft áhrif á hegðun þína? Já, samkvæmt meginreglu Biblíunnar í Galatabréfinu 6:7, 8: „Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera. Sá sem sáir í hold sjálfs sín, mun af holdinu uppskera glötun.“ Í könnun, sem náði til 400 ungmenna, kom í ljós að „þeir sem horfðu á meira af ‚djörfu‘ sjónvarpsefni voru líklegri til að stunda kynlíf en þeir sem horfðu lítið á slíkt efni.“
Hópþrýstingur er annað sterkt afl. „Ég var að leita að klíku sem ég ætti heima í og það var erfitt,“ viðurkennir táningur sem heitir David. „Ég kom sjálfum mér mörgum sinnum í mjög óheilnæmar aðstæður. . . . Ég greindist með alnæmi.“ Unglingar á biblíutímanum urðu líka oft fyrir hópþrýstingi. Hvert er ráð Biblíunnar? „Son minn,“ segir ritari Orðskviðanna, „þegar skálkar ginna Orðskviðirnir 1:10.
þig, þá gegn þeim eigi.“ —Að segja nei
Talsmenn „hættulauss kynlífs“ halda því fram að skírlífi sé óraunhæft. En er það í raun skynsamlegt til langs tíma litið að láta siðleysi óátalið? Táningur viðurkennir að það geri unglinga einungis ráðvillta. Hann segir: „Okkur er sagt að segja bara nei við kynlífi og að það sé ágætt að vera hreinn og óspilltur. En svo eru okkur fengnir smokkar og sagt hvernig við getum stundað kynlíf án þess að þurfa að taka afleiðingunum.“
Vertu ekki fórnarlamb slíkrar siðferðilegrar ringulreiðar. Biblían — sem sumum finnst gamaldags — hvetur þig til að forðast hegðun sem gæti sett þig í alnæmissmithættu. Ef þú hlýðir fyrirmælum Biblíunnar um að ‚halda þér frá blóði‘ færð þú ekki alnæmi gegnum blóðgjöf. (Postulasagan 15:29) Hlýddu banni Biblíunnar gegn fíkniefnanotkun; þá þarftu ekki að óttast smit með sprautunál. (Galatabréfið 5:20; Opinberunarbókin 21:8, The Kingdom Interlinear) Sérstaklega munu siðferðislög Biblíunnar vernda þig. „Flýið saurlifnaðinn!“ fyrirskipar Biblían. „Sérhver önnur synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir utan líkama hans. En saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama.“ (1. Korintubréf 6:18) Alnæmisplágan undirstrikar viskuna í þessum orðum.
Hvernig geta unglingar ‚flúið‘ siðleysi? Gegnum árin hafa greinar í flokknum „Ungt fólk spyr . . . “ komið með margar raunhæfar tillögur, svo sem að ungt fólk, sem er að draga sig saman, sé ekki eitt, forðist varhugarverðar aðstæður (svo sem að vera eitt með einhverjum af hinu kyninu í herbergi eða íbúð eða bíl sem lagt er á afviknum stað), setji því takmörk hve atlot mega ganga langt, forðist áfengisneyslu (sem slævir oft góða dómgreind) og segi ákveðið nei ef tilfinningarnar virðast ætla að fara úr böndum. f Að minnsta kosti skaltu ekki leyfa neinum að þvinga þig til að gera hluti sem eru ekki aðeins líkamlega áhættusamir heldur einnig stórskaðlegir andlega. (Orðskviðirnir 5:9-14) „Viltu treysta einhverjum öðrum fyrir lífi þínu?“ var haft eftir ungri konu, Amy, í grein í Newsweek. Hún fékk HIV-smit frá vini sínum áður en hún útskrifaðist úr menntaskóla. Hún spurði: „Er þessi strákur eða stelpa þess virði að deyja fyrir? Ég efast um það.“
[Neðanmáls]
a Sjá greinina „Young People Ask . . . Aids — Am I at Risk?“ í enskri útgáfu Vaknið! þann 22. ágúst 1993.
b Sjá til dæmis greinarnar „Ungt fólk spyr . . . “ í Vaknið! (enskri útgáfu) 22. apríl 1986 og 22. apríl 1989, og í íslenskri útgáfu blaðsins í júlí-september 1992.
c Fyrrverandi landlæknir Bandaríkjanna, dr. C. Everett Koop, svaraði þeim sem efuðust: „Skýrt var frá fyrsta alnæmistilfellinu í þessu landi árið 1981. Við myndum vita af því núna ef alnæmi smitaðist við daglega umgengni aðra en kynmök.“
d Þar með talin notkun munns og endaþarms við kynmök.
e Bandarísku sóttvarnamiðstöðvarnar aðvara enn fremur: „Ef þú ætlar að láta gera göt í eyru . . . skaltu gæta þess að láta gera það hjá hæfum einstaklingi sem notar spánný eða dauðhreinsuð áhöld. Vertu ekki feimin(n) við að spyrja spurninga.“
f Tímaritið FDA Consumer segir: „Smokkur er slíðurlaga poki sem þekur allan getnaðarliminn. Hann veitir vörn gegn samræðissjúkdómum með því að koma í veg fyrir að sæðisvökvi, blóð og leggangavökvi berist milli aðila.“
[Mynd á blaðsíðu 24]
Að láta undan þrýstingi til siðleysis getur leitt til alnæmis.