Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Tóbak ógnar Indlandi og Kína

Tóbak ógnar Indlandi og Kína

Tóbak ógnar Indlandi og Kína

Frá fréttaritara Vaknið! á Indlandi

VÍÐA um hinn vestræna heim hafa verið settar miklar hömlur á tóbaksauglýsingar og fræðsla verið aukin um hættuna af sígarettureykingum á heilsufar. Risatóbaksfyrirtækin hafa því snúið sér að Austurlöndum til að selja varning sinn. Rannsóknir, sem fjármagnaðar eru af Alþjóðabankanum, sýna að dauðsföll í Kína af völdum tóbaks gætu árið 2010 verið komin upp í eina milljón á ári. Tímaritið British Medical Journal skýrir frá því að 100 milljónir Kínverja,sem eru yngri en 29 ára núna, muni deyja vegna reykinga.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að á eftir Kína komi Indland — en þar býr næstum einn milljarður manna — og þar verði líklega „mesta og örasta aukningin á tóbakstengdum sjúkdómum.“ Samkvæmt fréttum byrja 20 milljónir barna að reykja þar á hverju ári. Maður á Suður-Indlandi keðjureykti í mörg ár. Hann skrifaði til útgefenda Vaknið! og þakkaði fyrir grein í blaðinu sem hjálpaði honum til að hætta reykingum fyrir fullt og allt. Það var greinin „Þú getur hætt — okkur tókst það!“ sem birtist í blaðinu 8. desember 1998.

Hvaða ástæður getur þú haft til að hætta að reykja? Nokkrar ástæður til íhugunar eru á blaðsíðu 25 í bæklingnum Hvers krefst Guð af okkur? Þú getur eignast bæklinginn með því að útfylla og senda meðfylgjandi miða.