Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Veitir sanna von

Veitir sanna von

Veitir sanna von

SAUTJÁN ára unglingur frá fyrrverandi Sovétlýðveldinu Moldavíu skrifaði bréf til útibús votta Jehóva þar í landi til að þakka fyrir greinaröðina „Hvaða von er um unga fólkið?“ sem birtist í Vaknið! í janúar-mars 1999. Í bréfinu stóð:

„Ég gat varla haldið aftur af tárunum og ég varð að skrifa og þakka ykkur fyrir. Greinarnar minntu mig á hvernig mér leið ekki alls fyrir löngu. Ég var komin á ystu nöf með að stytta mér aldur en vottar Jehóva björguðu mér óafvitandi. Ég talaði við þá um framtíðarvon og styrkti traust mitt á miskunn skaparans og það hjálpaði mér smám saman að ná mér upp úr örvæntingu. . . .

Þið eruð að kynna fólki þann tilgang Guðs að koma á betri lífsskilyrðum og það ber vott um sannan kærleika til náungans. Það er augljóst að þetta starf er ekki árangurslaust. Viðleitni ykkar til að beina athyglinni að alvarlegustu vandamálum þjóðfélagsins er lofsverð. Haldið áfram þessu gagnlega starfi. Ég bíð eftir nýjasta tölublaði þessa tímarits.“

Í efnisgreininni „Hvers vegna Vaknið! kemur út,“ sem birtist á blaðsíðu 4 í hverju tölublaði er sagt: „Þetta tímarit byggir upp trúartraust til fyrirheits skaparans um friðsælan og öruggan nýjan heim sem er í þann mund að koma í stað hins núverandi illa og löglausa heimskerfis.“ Loforð Guðs í Biblíunni hefur veitt milljónum manna um heim allan styrk til að takast á við vandamál þessa erfiðu tíma.

Þú getur fundið hrífandi lýsingu á þessari sönnu von sem skaparinn býður upp á í 32 blaðsíðna bæklingi sem nefnist Hver er tilgangur lífsins? Hvernig getur þú fundið hann? Kannaðu sérstaklega kaflana „Tilgangur Guðs nær brátt fram að ganga“ og „Lifðu að eilífu í jarðneskri paradís.“ Þú getur eignast bæklinginn með því að útfylla og senda meðfylgjandi miða.