Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Er þróunarkenningin rökrétt?

Er þróunarkenningin rökrétt?

Er þróunarkenningin rökrétt?

ÞEIR sem aðhyllast þróunarkenninguna segja að hún sé staðreynd. En er það með öllu rökrétt sem þeir fullyrða svo oft? Lítum á eftirfarandi.

Köngulóarsilki er eitthvert sterkasta efni sem til er. Tímaritið New Scientist segir að „hver þráður geti teygst um 40 prósent og gleypt hundrað sinnum meiri orku en stál án þess að slitna.“ Hvernig er þetta óvenjulega silki búið til? Að sögn alfræðibókarinnar Encyclopædia Britannica verður það til úr seigfljótandi prótíni sem rennur um agnarsmáar pípur í búk köngulóarinnar og breytist í fast efni við endurröðun á prótínsameindunum.

„Köngulóin hefur þróað miklu fullkomnari aðferðir en færustu efnafræðingar,“ segir New Scientist. Er hægt að ímynda sér að köngulóin hafi þróað framleiðslutækni sem er svo flókin að manninum hefur enn ekki tekist að skilja hana?

Phillip E. Johnson, prófessor í lögum við Kaliforníuháskóla, bendir á það í grein í The Wall Street Journal að það vanti sönnunina fyrir þróunarkenningunni en að stuðningsmenn hennar geri samt sem áður gys að þeim sem draga hana í efa. Hann segir: „Þróunarkenningin á í alvarlegum vanda með sönnunargögnin, en talsmenn hennar ljá ekki einu sinni máls á heiðarlegum umræðum sem gætu veikt grundvöllinn að heimsmynd þeirra.“

Annað dæmi um rökfátækt þróunarmanna tengist jurtaríkinu. Vísindamenn hafa fundið 150 steingervinga í Marokkó af fornburkna (archaeopteris), „nákomnasta ættingja fyrstu sáðberandi plöntunnar sem fundist hefur og forföður flestra trjáa okkar daga,“ segir Lundúnablaðið The Daily Telegraph. Vísindaskrifari blaðsins fullyrðir að þessi jurt hafi „átt þátt í mótun þess heims, sem nú er, með því að finna upp lauf og greinar.“ „Að finna upp“ er sama og að upphugsa eitthvað. Er rökrétt að eigna plöntu hugsun og uppfinningargáfu?

Salómon konungur, einn vitrasti maður sem uppi hefur verið, ráðleggur okkur að „varðveita mannvit“ og hugsa sjálfstætt. Það hefur aldrei verið brýnna en nú. — Orðskviðirnir 5:2.