Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Raunsæ fjölskylduhandbók“

„Raunsæ fjölskylduhandbók“

„Raunsæ fjölskylduhandbók“

SÍÐASTLIÐIÐ sumar birti dagblaðið Arkansas Democrat Gazette ritdóm um nokkrar af bókum Varðturnsfélagsins. Blaðið sagði um eina þeirra: „Bókin Spurningar unga fólksins er raunsæ fjölskylduhandbók, óháð því hvaða trú menn aðhyllast. . . .

Hún gefur lesendum fullt af hollum ráðum um siðferðismál og tilfinningamál. Höfundar gera sér til dæmis grein fyrir því að öll ungmenni vilja frelsi undan hömlum foreldra sinna en ráðleggur þeim:

‚Vilt þú fá aukið frjálsræði og ábyrgð? Sýndu þá ábyrgðartilfinningu. Taktu alvarlega sérhvert verkefni sem foreldrar þínir fela þér.‘

Flestir foreldrar kunna að meta bók sem boðar einstaklingsábyrgð og minnir unga fólkið stöðugt á að sýna bæði sjálfu sér og öðrum virðingu. Ráðleggingar bókarinnar eru að mestu leyti byggðar á heilbrigðri skynsemi en alltaf studdar biblíutilvitnunum. . . . Kaflinn um sjálfsvirðingu er sérstaklega áhrifamikill því að mörgu ungu fólki hefur verið talin trú um að taumlaus sjálfsaðdáun sé af hinu góða.“

Eftir að hafa vitnað í bókina heldur greinin áfram: „Þessar mildilegu áminningar um að sjálfbirgingsháttur sé eins konar dramb og að auðmýkt sé forsenda þess að vera kristinn geta virkað sem mótefni gegn sumri vitleysu poppsálfræðinnar sem velviljaðir vinir og ráðgjafar þröngva upp á unga fólkið.“

Þú getur eignast bókina Spurningar unga fólksins — svör sem duga með því að fylla út og senda miðann hér til hliðar.