Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Frá lesendum

Frá lesendum

Frá lesendum

Hönnun í náttúrunni Ég hef lesið Vaknið! í meira en 30 ár en get ekki orða bundist yfir greinaröðinni „Lífið — hannað af hugviti.“ (Apríl-júní 2000) Ég er lítið gefin fyrir að lesa um vísindi en hreifst mjög af þessum auðlesnu greinum.

T. E., Bandaríkjunum

Ég hef unnið í mörg ár á rannsóknardeild hjá stóru tölvufyrirtæki og hef haft áhuga á því að nýta hönnunarlausnir náttúrunnar. En ég vissi ekki að til væri orðin sérstök vísindagrein í kringum þetta viðfangsefni, þ.e.a.s. lífhermifræðin. Það er miður að margir, sem vinna að því að líkja eftir náttúrunni í stórum stíl, skuli ekki veita frumhönnuði hennar þann heiður sem honum ber.

P. G., Bandaríkjunum

Greinarnar voru afbragðsvel skrifaðar. Sumir, sem fengu blaðið hjá mér, fóru mjög lofsamlegum orðum um það hvernig Guð getur gert alla hluti fullkomlega án mengunar. Þetta flókna efni var auðlesið í umfjöllun ykkar.

R. D. S., Ítalíu

Hættur af Netinu Greinin „Spurningar unga fólksins . . . Hvernig get ég forðast hættur á Netinu?“ (Apríl-júní 2000) fjallaði af miklu raunsæi um nytsemi og hættur Netsins. Ég nota Netið daglega í vinnunni og hætturnar blasa við í sífellu. Það er ákaflega mikilvægt að varast þær.

J. L., Bandaríkjunum

Ungt fólk spyr Ég er 12 ára og mér finnst mjög gaman að lesa blöðin frá ykkur. Mér samdi oft illa við vini mína áður en ég byrjaði að lesa blöðin, af því að þeir eru allir eldri en ég. En eftir að ég fór að lesa greinarnar „Ungt fólk spyr . . .“ hefur það gengið miklu betur. Þakka ykkur fyrir blöðin. Þau eru mjög gagnleg.

N. I., Rússlandi

Læknismeðferð án blóðgjafar Mig langar til að þakka ykkur fyrir greinarnar „Vaxandi eftirspurn eftir læknismeðferð án blóðgjafar.“ (Janúar-mars 2000) Þær hafa átt sinn þátt í því að brjóta niður vissa fordóma gegn vottum Jehóva. Ég tók með mér slatta af blöðum á skrifstofuna og bauð vinnufélögunum. Í hádegishlénu sá ég að einn þeirra var niðursokkinn í lestur blaðsins. Hann kom að máli við mig seinna og sagði að það hefði aldrei hvarflað að sér að það væru svona margar áhugaverðar greinar í blaðinu.

I. S., Tékklandi

Það er mjög hughreystandi til þess að vita að margir læknar skuli vera samstarfsfúsir við votta Jehóva. Ég ætla strax með þetta blað til læknisins míns. Ég veit að hann kann að meta það.

U. M., Bandaríkjunum

Öryggi á vinnustað? Ég las skemmtilega grein sem hét „Konurnar lögðu mikið af mörkum.“ (Október-desember 1999) Það kom mér svolítið á óvart að sjá að konurnar skyldu ekki vera með öryggisgleraugu við byggingarvinnu.

R. L., Bandaríkjunum

Lesendur blaðsins geta treyst því að konurnar, sem buðu sig fram til sjálfboðastarfa, notuðu öryggisgleraugu við vinnu sína. Þær voru beðnar að stilla sér upp til myndatöku — og taka af sér öryggisgleraugun svo að brosandi andlitin sæjust sem best. — RITSTJ.

Dóná Þið sögðuð í greininni „Ef Dóná gæti talað“ (janúar-mars 2000) að Vínarháskóli, sem var stofnsettur árið 1365, væri elsti háskóli í hinum þýskumælandi heimi. Þetta er rétt ef átt er við þann heimshluta þar sem þýska er töluð núna en það er Þýskaland, Austurríki og Sviss að hluta. En elsti háskóli hins þýskumælandi heims var stofnsettur árið 1348 í Prag sem nú er höfuðborg Tékklands. Landið heyrði á þeim tíma undir Austurríki.

M. E., Þýskalandi

Prag var reyndar höfuðborg Bæheims. Latína var hið opinbera tungumál, þó svo að þar væri töluð bæði þýska og tékkneska. — RITSTJ.