„Ég er sólgin í blöðin frá ykkur“
„Ég er sólgin í blöðin frá ykkur“
Í bréfi, sem útibúi Varðturnsfélagsins í Þýskalandi barst nýverið, stóð meðal annars:
„Ég verð að viðurkenna að ég er sólgin í blöðin frá ykkur. Það er sama sagan á hverju ári. Rétt áður en sumarfríið byrjar ákveð ég að geyma tvö síðustu blöðin til að lesa á ströndinni. Staðföst ákvörðun!
En um leið og þau eru komin í hendurnar á mér byrjar vandinn. Aðeins að renna yfir efnisyfirlitið. Vá, ævisaga! Jæja, kannski les ég hana og tek út forskot á sæluna en alls ekki meira. Æ, en næsta grein virðist vera sérstaklega áhugaverð. Hægan nú! Ég þarf að hafa blöðin til að lesa í sumarfríinu. Jæja þá, aðeins eina grein í viðbót. Og fréttaefnið í „Horft á heiminn“ er alltaf svo fræðandi. Eins og þið getið ímyndað ykkur er ekki ein einasta grein eftir þegar ég að lokum fer á ströndina.“
Það sýnir hve mikill áhugi er á Vaknið! að um 20.300.000 eintök eru prentuð af hverju tölublaði á 82 tungumálum. Lesendur kunna að meta hið jákvæða viðhorf sem fram kemur í blaðinu. Í „Hvers vegna Vaknið! kemur út,“ sem birtist í hverju tölublaði, segir „að þetta tímarit byggir upp trúartraust til fyrirheits skaparans um friðsælan og öruggan nýjan heim.“
Margir spyrja hvers vegna Guð hafi leyft þjáningar svona lengi. Svarið við spurningunni er að finna í bæklingnum Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? Þú getur eignast bæklinginn með því að útfylla og senda meðfylgjandi miða.