Hvernig get ég hafnað honum?
Ungt Fólk Spyr . . .
Hvernig get ég hafnað honum?
„Bróðir í söfnuðinum varð hrifinn af mér í sumar. Það var aldrei gagnkvæmt af minni hálfu. Ég vissi bara ekki hvernig ég gæti sagt nei án þess að særa hann.“ — Elísabet. *
„Mig langar til að kynnast þér betur.“ Hefur ungur maður einhvern tíma sagt þetta við þig? Ung kona * gæti orðið glöð og upp með sér, jafnvel hæstánægð að heyra þessi orð. En hún gæti líka orðið svo ráðvillt að hún vissi ekki hvað hún ætti að segja.
Þegar einhver sýnir þér áhuga getur það vakið upp margs konar tilfinningar, einkum ef þú ert nógu gömul til að gifta þig og þar af leiðandi í aðstöðu til að bregðast við slíkri athygli. * Viðbrögð þín eru samt sem áður að mjög miklu leyti háð því hver það er sem spyr. Ef hann er tilfinningalega þroskaður og þú laðast að honum er svarið kannski einfalt. En hvað geturðu gert ef hann er greinilega ekki gott mannsefni? Eða ef þú hefur einfaldlega ekki áhuga á honum þrátt fyrir góða eiginleika hans?
Og hvað þá ef stelpa hefur verið með strák um tíma en kemst að þeirri niðurstöðu að hún vilji ekki eyða ævinni með honum? Í stað þess að slíta sambandinu heldur hún áfram að hitta hann. „Hvernig get ég hafnað honum?“ spyr hún.
Þegar áhugi er ekki til staðar
Á ættfeðratímanum ákváðu foreldrarnir hverjum börnin giftust. (1. Mósebók 24:2-4, 8) Í vestrænum löndum ákveða flestir kristnir menn það sjálfir. Biblían setur eitt skilyrði fyrir kristna menn — að þeir giftist ‚aðeins í Drottni.‘ — 1. Korintubréf 7:39.
Ættirðu þá að giftast bara einhverjum trúbróður þínum sem sýnir þér áhuga eða þú hefur verið með um stuttan tíma? Skoðum dæmi úr Biblíunni um unga sveitastúlku frá þorpinu Súnem í Miðausturlöndum. Ljóðaljóðin 2:7) Þessi skynsama yngismey vildi ekki að aðrir reyndu að hafa áhrif á tilfinningar hennar og ákvarðanir. Hún hafði einfaldlega ekki áhuga á Salómon því að hún var ástfangin af óbreyttum fjárhirði.
Salómon, konungur hennar, sá hana og varð ástfangin af henni. Hann reyndi að ganga á eftir henni en hún bæði hafnaði honum og bað hirðkonurnar sem þjónuðu konunginum: „Vekið ekki elskuna, fyrr en hún sjálf vill.“ (Þeir sem eru að íhuga hjónaband geta dregið mikilvægan lærdóm af þessu: maður getur ekki orðið ástfangin af hverjum sem er. Stelpa gæti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki áhuga á strák sem hún hefur verið með um tíma. Kannski stafar það af einhverjum áberandi veikleika í fari hans. Eða kannski laðast hún ekki að honum. Það væri heimskulegt að leiða slíkar tilfinningar hjá sér. Þær hverfa ekki þó að maður horfi fram hjá þeim. * „Ég hafði svo margar efasemdir um hann,“ sagði Tinna um strákinn sem hún var með. „Ekki bara smávægilegar efasemdir heldur efasemdir sem öngruðu mig það mikið að ég varð stressuð og óörugg í návist hans.“ Hún komst svo að þeirri niðurstöðu að vegna þessara efasemda væri best að binda enda á sambandið.
Af hverju er erfitt að segja nei?
En það getur verið hægara sagt en gert að hafna ungum manni. Kannski ertu hrædd um að særa hann eins og Elísabet sem vitnað er í hér að ofan. Við eigum vissulega að taka tillit til tilfinninga annarra. Biblían hvetur kristna menn til að ‚íklæðast hjartans meðaumkun‘ og koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við þá. (Kólossubréfið 3:12; Matteus 7:12) En þýðir þetta að það eigi að vera með einhverja uppgerð bara til að valda honum ekki vonbrigðum eða særa hann? Á endanum kemst hann að því hvernig þér líður, og þú gerir bara illt verra með því að vera ekki hreinskilin og fresta því að segja honum það. Enn verra væri þó að giftast honum bara vegna þess að þú vorkennir honum. Vorkunn er ekki góð undirstaða hjónbands.
Kannski ertu líka að velta fyrir þér hvort þú fáir annað tækifæri ef þú giftist honum ekki. Eins og sagði í grein í tímaritinu Teen þá gæti maður hugsað með sér: „Hann er kannski ekki ‚sá eini rétti‘ en hann er að minnsta kosti einhver og ekki vil ég vera ein.“ Löngunin í félagsskap er vissulega sterk. En þessari löngun er ekki fullnægt með því einu að finna sér bara einhvern maka. Þú þarft að finna einhvern sem þú getur elskað af heilum hug og er fær um að sinna þeirri biblíulegu ábyrgð sem fylgir hjónabandi. (Efesusbréfið 5:33) Taktu ekki skyndiákvörðun í þessum málum. Margir hafa séð eftir því að gifta sig í flýti.
Og sumar stúlkur halda sambandinu jafnvel áfram þó svo að það sé ljóst að ungi maðurinn hefur alvarlega galla. Þær hugsa kannski með sér: ‚Kannski breytist hann ef ég gef honum aðeins meiri tíma.‘ Er þetta skynsamlegt? Oft eru slæmir ávanar og hegðunarmynstur mjög rótgróin og erfitt að breyta þeim. Og jafnvel þó að hann taki skjótum og tilþrifamiklum breytingum, geturðu þá verið viss um að þær séu varanlegar? Karen var nógu skynsöm til að slíta sambandi
sínu við ungan mann þegar hún sá að þau höfðu ekki sömu markmið. „Það var erfitt,“ viðurkennir hún, „því að ég var hrifin af honum. En ég vissi að þetta var rétt ákvörðun.“Vertu nærgætin
Það er óneitanlega ekki auðvelt að hafna einhverjum. Maður verður að gera það af nærgætni. Hér eru nokkrar tillögur sem gætu reynst vel.
Ræddu málið við foreldra þína eða einhvern þroskaðan safnaðarmann. Kannski áttarðu þig á því, með þeirra hjálp, að þú gerir þér svolítið óraunhæfar væntingar.
Vertu skilmerkileg og afdráttarlaus. Gefðu honum ekki ástæðu til að efast um afstöðu þína. Í flestum tilfellum nægir að segja einfaldlega „nei takk.“ Vertu ákveðnari ef þess þarf og segðu til dæmis, „því miður, en ég hef ekki áhuga.“ Passaðu að senda ekki þau skilaboð að þú gætir skipt um skoðun ef hann gangi meira á eftir þér. Ef þú kemur því skýrt til skila að þú berir engar tilfinningar til hans ætti það að koma í veg fyrir allan misskilning og auðvelda honum að komast yfir vonbrigðin.
Vertu hreinskilin en nærgætin. „Þvaður sumra manna er sem spjótsstungur,“ segja Orðskviðirnir. Þó að hreinskilni sé mikilvæg segir Biblían að mál okkar eigi að vera „ljúflegt, en salti kryddað.“ — Kólossubréfið 4:6.
Haltu þér við ákvörðun þína. Vinir þínir hvetja þig kannski til að gefa sambandinu annað tækifæri. Þó að þeir vilji vel þekkja þeir sennilega ekki allar ástæður að baki ákvörðun þinni. Og á endanum ert það þú sem þarft að lifa við þá ákvörðun sem þú tekur — ekki hinir velviljuðu vinir þínir.
Hegðaðu þér í samræmi við orð þín. Kannski voruð þið góðir vinir fyrir og það er eðlilegt að langa til að allt geti orðið aftur eins og það var. En oftast er það hvorki skynsamlegt né mögulegt. Hann er hrifinn af þér. Er raunsætt að ætla að hann geti einfaldlega horft fram hjá þessum tilfinningum og látið sem ekkert hafi í skorist? Það er augljóslega gott að vera vingjarnleg hvort við annað, en ef þið hringist reglulega á eða eruð oft saman í frístundum gerir það honum sennilega bara erfiðara fyrir. Það gæti jafngilt því að leika sér að tilfinningum hans og það væri ekki vel gert af þinni hálfu.
Páll postuli hvatti kristna menn til að ‚tala sannleika‘ hver við annan. (Efesusbréfið 4:25) Það getur verið erfitt en það getur líka hjálpað ykkur báðum að komast yfir þetta og beina athyglinni að einhverju öðru.
[Neðanmáls]
^ Sumum nöfnum hefur verið breytt.
^ Þó að þessi grein sé skrifuð til ungra kvenna gilda sömu grundvallarreglur um unga menn.
^ Í Vaknið! (enskri útgáfu) 22. janúar 2001 var rætt um hætturnar sem fylgja því að ungt fólk byrjar að draga sig saman áður en það hefur aldur til.
^ Sjá greinina „Young People Ask . . . Should We Break Up?“ í Vaknið! (enskri útgáfu), 22.júlí 1988.
[Innskot á blaðsíðu 28]
Það er ekki hægt að verða ástfangin af hverjum sem er.
[Mynd á blaðsíðu 29]
Vertu skilmerkileg og afdráttarlaus þegar þú segir hvernig þér er innanbrjósts.